Tortólafélag keypti af SÍ

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eignasafn Seðlabanka Íslands, sem að fullu er í eigu Seðlabankans, seldi í lok júní síðastliðins kröfu til félagsins Shineclear Holdings Limited. Nafnverð kröfunnar, sem er á hendur breska viðskiptamanninum Kevin Stanford, nemur 2,5 milljónum punda eða um 360 milljónum króna.

Shineclear Holdings Limited var stofnað á eyjunni Tortóla, sem er hluti af Bresku Jómfrúaeyjum í Karíbahafi. Fyrirtækið AMS Trustees Limited mun hafa stofnað félagið 1. mars síðastliðinn. Mun það hafa verið gert fyrir hönd Kaupþings, sem heldur á 57,9% hlut í Arion banka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Í skjali sem Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ, undirritaði hinn 29. júní síðastliðinn, og ViðskiptaMogginn hefur undir höndum, kemur fram að eignin hafi verið framseld til Shineclear Holdings eftir að hafa verið keypt af VBS-eignasafni hf. tæpum tveimur mánuðum fyrr.

Athygli vekur að Seðlabankinn skuli hafa selt kröfuna til félags sem er með aðsetur á Tortóla, en eyjan er, ásamt öðrum eyjum sem tilheyra Bresku Jómfrúaeyjum, skilgreind á lista íslenskra stjórnvalda sem lágskattaríki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert