„Gerðist þetta í alvörunni?“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru ...
Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. AFP

„Ég upplifi borgina eins og hún sé að vakna eftir erfitt fyllerí. Gerðist þetta í alvörunni?“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur, sem er búsettur í Barcelona.

Íbúar í sjálf­stjórn­ar­héraðinu Katalóníu kusu um sjálfstæði frá Spáni í gær. 90% af þeim 2,26 millj­ón­um Katalóna sem kusu um sjálf­stæði sögðu já.

Óttar segir mikilvægt að varpa ljósi á allar hliðar kosninganna í Katalóníu. „Fína letrið er að kosningaþátttakan var 42 prósent, sem er hrikalega lélegt. Flestir sem ég þekki hérna úti sem eru mótfallnir sjálfstæði mættu ekki á kjörstað af alls konar ástæðum. Þeim fannst kosningin ólögleg og allt gert í flýti og fannst hún knúin fram en ekki lýðræðisleg. Kosningin sem slík er algjörlega ómarktæk og steikt og maður óttast að lýst verði yfir sjálfstæði í dag eða á morgun,“ segir Óttar í samtali við mbl.is.  

Óttar hefur búið á Spáni í tíu ár og fylgst með þróun sjálfstæðisbaráttu Katalóna allan tímann. „Það má eiginlega segja að sjálfstæðisbaráttuþróunin sé um tíu ára gömul. Árið 2009 var stuðningur við sjálfstæði Katalóníu í kringum tíu til fimmtán prósent þannig hann hefur snaraukist á síðastliðnum sjö til átta árum.“

Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona.
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, er búsettur í Barcelona. Ljósmynd/Aðsend

„Hinn þögli meirihluti“

Íbúar í Katalóníu eru 7,5 milljón manns. Af þeim voru 5,3 voru á kjörskrá, en aðeins um 2 milljónir kusu með sjálfstæði í gær. Óttar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook þar sem hann skrifar meðal annars:  „Munum að það er „þögull meirihluti“ hér sem vill ekki sjálfstæði og margir þeirra álíta að um valdaránstilraun sé að ræða af hendi popúlista og þjóðernissinna.“

Umfang sjálfstæðisbaráttunnar hefur óneitanlega aukist, en skoðanakannanir hafa ávallt sýnt að mikill meirihluti Katalóna er mótfallinn því að héraðið lýsi yfir sjálfstæði. Að sögn Óttars má tengja aukið umfang sjálfstæðisbaráttu Katalóna við óánægju þeirra með Mariano Rajoyforsætisráðherra Spánar og slæmt efnahagsástand síðastliðinn áratug.

„Mariano Rajoy er einstaklega taktlaus maður sem kann ekki að díla við þessa héraðspólitík sem er á Spáni. Svo er það efnahagshrunið sem dundi yfir og Spánn er ennþá að komast út úr þeirri lægð. Úr þessum jarðvegi sprettur sjálfstæðishreyfing sem hefur verið dugleg að hvetja fólk til sjálfstæðis og sumum finnst jafnvel eins og þeir hafi beitt áróðri og lygum í að sannfæra Katalóna um að sjálfstæði sé betra en að tilheyra Spáni.“

Skrýtið óvissuástand

Sjokkið meðal íbúa í Katalóníu er greinilegt að mati Óttars, en hann segir ómögulegt að segja til um hvað gerist næst. „Gærdagurinn getur verið toppurinn á ísjakanum. Ef sjálfstæðissinnar lýsa yfir sjálfstæði í dag eða á morgun, hver veit þá hvað gerist næst? Þetta er skrýtið óvissuástand.“

Forsætisráðherra Spánar fundar nú um stöðu mála í Madrid á meðan forseti Katalóníu fundar með sinni stjórn í Barcelona. „Ef allir fylgja því sem þeir hafa sagt undanfarið, það er ef ríkisstjórn Spánar heldur áfram að standa fast á því að kosningarnar stangist á við stjórnarskrána og Katalónar lýsi yfir sjálfstæði, veit enginn hvað getur gerst. En það væri yndislegt ef einhver myndi sjá ljósið og allir gætu talað saman eins og eðlilegt fólk,“ segir Óttar.  

Hann líkir stöðunni sem nú er komin upp við skák þar sem verið er að tefla með líf fólks. „Þegar verið er að beita óeirðalögreglu á fólk þá geta hlutirnir farið í allar áttir. Báðum aðilum er stillt upp við vegg og það er það sem er hættulegt í þessu. Ef að þetta er skák er Katalónía að vinna, þeir eru kænni í öllum sínum aðgerðum. Skilaboð þeirra eru einföld, þeir vilja fá að kjósa en svo mæta þeir þessum þursi í Mardrid sem neita að hlusta og sendir inn óeirðalögreglu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 229.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Armbönd
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...