Píratar ósáttastir við nágrannana

Mikill meirihluti Íslendinga eru ánægðir með nágranna sína eða 87,8% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR þar sem svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með nágranna sína. Þar kemur fram að einungis 12,1% Íslendinga séu óánægðir með nágranna sína og þar af 4,8% mjög óánægðir.

Því eldri sem svarendur voru í könnuninni því ánægðari reyndust þeir vera með nágranna sína. Þannig voru 81,1% svarenda á aldrinum 18-29 ára ánægðir með nágranna sína, á móti 96,7% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri. Ennfremur voru svarendur með heildartekjur undir 400 þúsund óánægðari en svarendur í öðrum tekjuflokkum, eða 19,4%.

Þá var stuðningsfólk Pírata óánægðara með nágranna sína en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka, eða 18,5%. Stuðningsfólk Samfylkingarinnar reyndist hins vegar hvað ánægðast með nágranna sína eða 97%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert