„Sýnir fram á vanþekkingu og fordóma“

Hreindýr rétt norðan við Þvottárskriður.
Hreindýr rétt norðan við Þvottárskriður. Ómar Óskarsson

Fullyrðing um að veiðar með haglabyssu séu ómannúðleg veiðiaðferð á ekki við nein rök að styðjast og fullyrðingar um slíkt úr lausu lofti gripnar,“ segir Indriði R. Grétarsson, formaður SKOTVÍS, í tilkynnningu.

Tilkynningin er skrifuð í tilefni þess að nýstofnuð samtök, Jarðarvinir, hafa lagt fram tvær kærur vegna veiða á rjúpum og hreindýrum.

Frétt mbl.is: Leggja fram kærur vegna veiðimennsku

Í tilkynningunni vill SKOTVÍS koma því á framfæri að veiðar séu nauðsynlegar til að framfylgja stjórnun á stofnstærð hreindýra. Skotveiðar þyki mannúðleg aðferð viðaflífinu dýra og séu samþykktar sem slíkar um allan heim. 

Ole Ant­on Bielt­vedt, stofn­andi Jarðar­vina, sagði við mbl.is í gær að ekki væri farið að lög­um um dýra­vel­ferð í mál­efn­um villtra dýra, en hann stofnaði sam­tök­in ásamt fjöl­skyldumeðlim­um sín­um í sum­ar. „Við Íslend­ing­ar erum göm­ul veiðimannaþjóð og það sit­ur enn í mönn­um að dýr­in séu bara eins og hlut­ir. Menn auðvitað þurftu að drepa fyrr á árum, til að kom­ast af, en nú er þetta bara orðið sport og skemmti­mál. Til­finn­inga­leysið er enn til staðar,“ seg­ir Ole Ant­on í sam­tali við mbl.is.

Veiðimaður á rjúpnaveiðum, með haglabyssu.
Veiðimaður á rjúpnaveiðum, með haglabyssu. mbl.is/Golli

Jarðvinir segja í kæru sinni að hrein­dýra­veiðar brjóti í bága við lög um dýra­vel­ferð, þar sem þær séu ekki gerðar af nauðsyn, held­ur séu fyrst og fremst skemmti­atriði þeirra sem þær stunda, en í lög­un­um seg­i að af­líf­un dýra sé ekki heim­il sem skemmti­atriði. „Ef þröngt væri um hrein­dýr­in á Aust­fjörðum og nær­ing ófull­nægj­andi, myndu þau sjálf­krafa dreifa sér víðar um landið. Því er ekki fyr­ir að fara. Hrein­dýr eru mein­laus og skaðlaus dýr, sem prýða og auðga nátt­úru lands­ins og líf­ríki,“ seg­ir í kær­unni.

Kálfar þurfi þrjá mánuði

Í kær­unni seg­ir að kálfar hreindýra þurfi á móður­mjólk að halda í allt að sex mánuði, en þegar hrein­dýra­veiðitíma­bilið hefj­ist hinn 1. ág­úst séu kálfarn­ir ein­göngu um tveggja mánaða gaml­ir.

Þessu hafnar SKOTVÍS og bendir á að kálfar séu um það bil þrjá mánuði á spena. „Niðurstaðan eftir að hafa lesið þessar kærur sýnir fram á vanþekkingu og fordóma þess sem það skrifar gagnvart veiðum og veiðistjórnun á Íslandi.“

Kæra vegna hrein­dýra­veiða bein­ist að Krist­ínu Lind Árna­dótt­ur, for­stjóra Um­hverf­is­stofn­un­ar og Björt Ólafs­dótt­ur, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, og snýr meðal ann­ars að því að hreinkýr séu skotn­ar of snemma frá kálf­um sín­um. Kæra Jarðar­vina vegna rjúpna­veiða bein­ist að Jóni Gunn­ari Ottós­syni, for­stjóra Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands, Krist­ínu Lind Árna­dótt­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un og Björt Ólafs­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra.

Tilkynning SKOTVÍS í heild:

Vegna kæru Jarðarvina um veiðar á hreindýrum.

Stjórn SKOTVÍS vill koma eftirfarandi á framfæri.

1. Veiðar eru nauðsynlegar til að framfylgja stjórnun á stofnstærð hreindýra.

2. Skotveiðar þykja mannúðleg aðferð við aflífun dýra og eru samþykktar sem slíkar um allan heim.

3. Fullyrðing um að veiðar með haglabyssu séu ómannúðleg veiðiaðferð á ekki við nein rök að styðjast og fullyrðingar um slíkt úr lausu lofti gripnar.

4. Kálfar ganga ekki undir kúm í 6 mánuði, það er nær því að vera 3 mánuðir eða svipað og með sauðfé.

5. Niðurstaðan eftir að hafa lesið þessar kærur sýnir fram á vanþekkingu og fordóma þess sem það skrifar gagnvart veiðum og veiðistjórnun á Íslandi.

Allt tal um að stofn leiðrétti sig með tilheyrandi horfelli og gróðurskemmdum teljum við ekki vera til marks um dýravelferð, frekar væri hægt að segja að þarna væri um eina verstu tegund af dýrníði að ræða ef leggja á til að stofn leiðrétti sig af náttúrulegum orsökum ef offjölgun er um að ræða. Sá gróður sem að hreindýr lifa á er frekar seinvaxinn, og þar sem að hreindýr eru innflutt þá eiga þau sér engan náttúrulegan hemil eins og með úlfa eða önnur rándýr sem halda stofnum í ákveðinni stofnstærð annars staðar.
Að talað sé um skemmtiatriði finnst okkur vera ósmekklegt af hálfu „Jarðarvina“ og lýsir ennþá betur þeirri vanþekkingu sem Jarðarvinir hafa á þessum málaflokk.
SKOTVÍS harmar svona umræðu sem er ekki til þess fallin að skapa málefnalegur umræður og virðist vera eins til þess fallin að vekja athygli á fámennu samtökunum "Jarðarvinum" ....

Fyrir hönd SKOTVÍS.
Formaður
Indriði R.Grétarsson

mbl.is

Innlent »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...