Hátæknileg textílhönnun

Sýningarstúlkur í fatnaði Issey Miyake sem minnir á íslenska náttúru …
Sýningarstúlkur í fatnaði Issey Miyake sem minnir á íslenska náttúru á tískusýningu í París sl. föstudag. AFP

Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake heimsótti Ísland og fatalína hans fyrir vorið og sumarið 2018 er innblásin af fegurðinni í landslagi Íslands. Línan fagnar grænum fjöllum, fossum, eldgosum og jöklum.

„Mér finnst þessi lína virkilega flott. Ísland kemur greinilega fram í bæði litavali og strúktúr efnanna. Þetta eru þvílík textíl-meistaraverk eins og Issey Miyake er lagið,“ segir Ágústa Hera Harðardóttir textílhönnuður, sem notar einnig Ísland og íslenska náttúru sem innblástur fyrir fatalínuna sína Föðurland.

Eins og alltaf hjá Issey Miyake er lögð áhersla á hátæknifatnað og framúrstefnulegt efni sem skapar magn og myndar hreyfingu, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa fatalínu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert