„Ráðstöfunin lyktar af pólitísku makki“

Landsamband kúabænda gagnrýnir harðlega skipan fulltrúa stjórnvalda í verðlagsnefnd búvara.
Landsamband kúabænda gagnrýnir harðlega skipan fulltrúa stjórnvalda í verðlagsnefnd búvara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ráðstöfunin lyktar af pólitísku makki. Hún þurfti ekkert að gera þetta núna frekar en að bíða með það,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, um skipan nýrra fulltrúa stjórnvalda í verðlagsnefnd búvara. Forysta bænda hefur gagnrýnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra harðlega fyrir að skipa Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor í nefndina annars vegar, og hins vegar Kristrúnu M. Frostadóttur, hagfræðing hjá Viðskiptaráði. Arnar segir að með þessari skipan sé Þorgerður að reyna að hafa áhrif miklu lengra en hennar umboð nær.

Hann er ósáttur við að ráðherra skuli á síðustu metrum í starfstjórn skipa í nefndina, sem hann segir mjög mikilvæga. Það hefði raun átt að vera löngu búið að skipa í nefndina og hún hefði getað verið tekin til starfa og farin að gera gagn.

Aðspurður hvað hann eigi við með ráðstöfunin lykti af pólitísku makki, svarar hann: „Hún er á einhvern undarlegan hátt að reyna að auka armlengd sína inn í eilífðina. Hún áttar sig auðvitað á því að tímabil viðreisnar er liðið og hún kemur ekki til með að vera ráðherra landbúnaðarmála áfram. Hún er að mínu viti að reyna að valda sem mestu tjóni og mestum usla inni í kerfinu áður en hún fer. Þannig snýr þetta við mér og er greinilega það sem er í gangi,“ segir Arnar og vísar þar til Þorgerðar.

„Sýna yfirgripsmikla vanþekkingu“

Hann er jafnframt mjög ósáttur við ummæli hennar í viðtali á RÚV í gær um að bændir fái ekki að handvelja í nefndina. En hún sagði jafnframt að taka þyrfti tillit til fleiri sjónamiða; bænda, neytanda og samfélagsins alls.

Opinber verðlagning er á mjólk á Íslandi og nefndin hefur ...
Opinber verðlagning er á mjólk á Íslandi og nefndin hefur það hlutverk að stunda verðbreytingar samkvæmt verðlagsgrunni sem reiknaður er fjórum sinnum á ári. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi ummæli sýna yfirgripsmikla vanþekkingu hennar á kerfinu. Það er alveg ljóst og alveg forskrifað hvernig valið er í nefndina. Samtök atvinnulífs og neytenda hafa frábeðið sér að skipa í sína fulltrúa. Það kemur því í hlut landbúnaðar- og velferðarráðherra. Það er því ljóst hvað þeir eiga marga fulltrúa í nefndinni. Það er deginum ljósara að bændur hafa aldrei handvalið í þessa nefnd. Bændur velja sína fulltrúa í þessa nefnd og stjórnvöld sína. Með þessari framsetningu er hún að drepa málinu á dreif og reynir að láta líta út fyrir að bændur séu eitthvað að frekjast og ætli sér stærri hlut í nefndinni en þeir eiga.“

Arnar segir að fulltrúar bænda í nefndinni gagnrýni skipan ráðherra af augljósum ástæðum. „Þórólfur Matthíasson er yfirlýstur andstæðingur íslenska landbúnaðarkerfisins og nýr formaður er starfsmaður viðskiptaráðs sem hefur verið að dunda sér við að gera gys að íslenskum landbúnaði. Við sættum okkur ekki við svona.“

Hann segir það verða að koma í ljós hvort nefndin geti yfir höfuð starfað. Ef að áðurnefndir fulltrúar geti ekki sest niður með öðrum fulltruúm og sett sig inn í málin þá sé ljóst að enginn samstarfsgrunnur sé til staðar. „Við ákveðum það ekkert að óreyndu en það er ekkert sem bendir til þess að það eigi eftir að ganga sérstaklega vel.“

Óttast að virknin verði ekki sem skyldi 

Aðspurður hvað hann óttast að gerist með skipan þessara fulltrúa, segir Arnar: „Þarna eru fulltrúar komnir inn, sérstaklega Þórólfur, sem hafa gagnrýnt kerfið og finnst það vitlaust. Finnst það ekki fúnkera eins og svona kerfi eigi að gera. Þrátt fyrir það setur hann ekki fram neinar lausnir sjálfur. Það er opinber verðlagning á mjólk á Íslandi og nefndin hefur það hlutverk að stunda verðbreytingar samkvæmt verðlagsgrunni sem reiknaður er fjórum sinnum á ári. Ég óttast að þessi virkni hverfi og að málin verði ekki unnin eins og á að vinna þau.“

Arnar er formaður Landsambands kúabænda.
Arnar er formaður Landsambands kúabænda. Aðsend mynd

Arnar segir hagsmuni neytenda og bænda fara saman og því þurfi að halda til haga. Í síðustu verðlagsnefnd hafi verið fulltrúar frá ráðuneytum sem settu sig mjög vel inn í máln. „Það voru ekki svona pólitískir fulltrúar eins og nú er búið að skipa, enda gekk það samstarf vel. Ég óttast að það verði ekki núna.“

Hann segist yfirleitt vera frekar bjartsýnn maður, en hann ætli sér þó að vera svartsýnn núna fyrirfram. Gangi samstarfið vel, verði það einfaldlega bónus.

Framsóknar- og Miðflokksmenn gagnrýna á Facebook

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur einnig gagnrýnt skipan ráðherra í nefndina og sagði öruggt að valinu yrði breytt við fyrsta tækifæri. Hann tjáði sig um málið á Facebook. „Nú hefur landbúnaðarráðherra handvalið í nefnd um landbúnað - hagfræðing Viðskiptaráðs (sem formann með tvöfalt vægi), varaþingmann Viðreisnar og prófessor sem linnulítið hefur haldið úti árásum og gagnrýni (sem ekki hefur staðist) á kerfi sem hann á nú að vinna eftir. Það er öruggt að ófaglegu og pólitísku handvali Þorgerðar Katrínar verður breytt við fyrsta tækifæri.Þetta heita ófagleg vinnubrögð sem ekki eiga að sjást í nútíma stjórnsýslu og svona vinnubrögð eru ekki boðleg.“

 

Fyrrverandi kollegi hans úr Framsóknarflokknum og stofnandi Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook. Í færslu sinni kallaði hann Þórólf einn helsta óvildarmann bænda í opinberri umræðu. Hann sagði bændur geta treyst því að kæmist Miðflokkurinn til áhrifa yrði nefndin skipuð upp á nýtt.

 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem genginn er til liðs við Miðflokkinn, lét ekki sitt eftir liggja á Facebook. Hann var gamansamur í sinni færslu og sagði Þórólf líklega mest leiðrétta mann Íslands af bændasamtökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...