„Verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína“

Bjarni Benediktsson skrifar langa færslu á Facebook vegna umfjöllunar stundarinnar.
Bjarni Benediktsson skrifar langa færslu á Facebook vegna umfjöllunar stundarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að öll viðskipti hans við Glitni banka hafi verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Þetta kemur fram í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni vegna umfjöllunar Stundarinnar þar sem fram kemur að hann Bjarni  hafi selt sín­ar hjá Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana 2. til 6. októ­ber 2008, en hann sat neyðar­fund bankans þann 29. sept­em­ber sama ár. Í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar seg­ir að Bjarni hafi búið yfir inn­herja­upp­lýs­ing­um um raun­veru­lega stöðu bank­ans og fjár­mála­kerf­is­ins í heild.

Bjarni segir í færslunni að það sé rangt að hann hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis og fjármálakerfisins. Verið sé að dylgja um að hann hafi misnotað stöðu sína og stundað innherjasvik.

„Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum.

Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ skrifar Bjarni.

Engum gat dulist staða fjármálakerfisins

Hann fer yfir það að alþjóðleg fjármálakrísa hafi geisað árið 2008 og að Ísland hafi ekki farið varhluta af henni. Þá telur hann upp nokkur atriði sem skipta mestu máli þegar kemur að aðdraganda hruns íslenska fjármálakerfisins og viðskiptum sínum með hlutabréf í Glitni banka. Hann segir að engum hafi getað dulist að grafalvarleg staða var komin upp í íslenska fjármálakerfinu. Það hafi því verið almenn vitneskja frá því tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni, þann 29. septmber, og fram að setningu neyðarlaganna, þann 6. október sama ár, að markaðir á Íslandi voru í frjálsu falli.

„Í fyrsta lagi er rétt að vekja athygli á því að 29. september 2008 var tilkynnt að ríkið hygðist yfirtaka 75% í Glitni en tveimur vikum áður hafði Lehman Brothers bankinn fallið. Engum gat dulist að upp var komin grafalvarleg staða í íslenska fjármálakerfinu. Dagana frá yfirlýsingu um yfirtökuna og fram að setningu neyðarlaganna, 6. október, voru markaðir á Íslandi í frjálsu falli.

Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum.

Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans.“

Þverktekur fyrir að hafa miðlað upplýsingum frá FME

Bjarni tekur jafnframt fyrir það í færslu sinni að hann hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FM) til starfsmanna Glitins. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að þann 6. október 2008, hafi Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Glitnis og vinur Bjarna, sent tölvupóst á aðstoðarmann Lárusar Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, með upplýsingum um það hvað væri að gerast hjá FME. Í umfjöllyn Stundarinnar segir að þennan dagi hafi FME verið að taka ákvörðun um hver framtíð Glitnis yrði og hvort raunhæft væri fyrir ríkið að efna hlutafjárloforðið frá 29. september eða ekki.

„Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ skrifar Bjarni.

Aldrei gerðar athugasemdir við viðskiptin

Þá segir hann aldrei hafa verið gerðar athugasemdir við viðskipti hans af hálfu slitastjórnar bankans, eða af hálfu Rannsóknarnefnd Alþingis.

„Í fimmta lagi liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) fékk víðtækustu rannsóknarheimildir sem mögulegt var. Öllum steinum var velt við. Sérstaklega var hugað að öllu því sem gerðist í aðdraganda hrunsins. Um þetta allt er fjallað í skýrslu RNA. 
Þá tók slitastjórn bankans öll viðskipti í aðdraganda hrunsins til skoðunar. Allt sem gerðist í aðdraganda falls bankanna hefur því í tvígang verið rannsakað. Engar athugasemdir hafa nokkru sinni verið gerðar við viðskipti mín. Ég hef aldrei verið sakaður, af öðrum en ákveðnum blaðamönnum og einstaka pólitískum andstæðingi, um að hafa gert eitthvað misjafnt.“

Þá tekur Bjarni það að lokum fram að hann hafi tekið ákvörðun um það fyrir mörgum árum um að segja sig frá stjórnarstörfum fyrir fyrirtæki og losað sig við öll hlutabréf í þeim tilgangi að helga starfskrafta sína forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Ræstingavagn
Til sölu Ræstingarvegn. kr: 19000,- uppl: 8691204....
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...