Sagði Seðlabankann besta vin heimilanna

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á fundi Verkalýðsfélags Akraness og VR í Háskólabíói í dag að Seðlabankinn væri besti vinur heimilanna og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.

Seðlabankastjórinn byrjaði erindi sitt á að lýsa því yfir að honum hefði ekki gefist mikill tími til að ræða við fólkið í landinu um peningastefnuna og árangur hennar og sagði það helgast af stærðargráðu verkefna Seðlabanka Íslands sem hann telur að eigi sér ekki hliðstæðu í heiminum en þar var hann meðal annars að vísa til afnáms gjaldeyrishafta og endurheimtar eigna.

Már lýsti því yfir að vextir hér á landi væri í rauninni ekki háir, heldur væru þeir óvenjulega lágir erlendis og vísaði í því samhengi til meðalvaxta hér á landi frá árinu 2001 og meðalvaxta í Bretlandi og Bandaríkjunum frá 1870 til 2007.

„Ef skoðum langtíma raunvexti verðtryggðra ríkisskuldabréfa og alþjóðlega vexti aftur til 1985 þá sjáum við að þessir vextir hafa lækkað um allan heim, og líka hér. Ef við erum með okurvexti núna þá veit ég ekki hvað þið ætlið að kalla vextina sem voru í kringum 1985, en það er ykkar vandamál. En það er auðvitað munur, vextirnir hér hafa verið hærri og það hefur sveiflast til í hvaða mæli þeir hafa verið hærri og það byggist á efnahagsástandinu," sagði hann.

„Til dæmis núna hefur munurinn verið að aukast á ný, þessi vextir eru mjög lágir erlendis í stóru ríkjunum en töluvert hærri hér þó þeir séu miklu lægri heldur en þeir hafa verið sögulega. Það helgast af því að þrátt fyrir allt, þegar maður hlustar á tölurnar hér myndi maður halda að það væri mikið eymdarástand í landinu, en við búum við feikigott gott atvinnuástand, mikinn hagvöxt, kaupmáttaraukningu sem á enga sér líka þannig að eitthvað virðist nú vera að virka vel.”

Frá fundinum í Háskólabíói.
Frá fundinum í Háskólabíói. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá benti seðlabankastjóri á að verðtryggðir vextir íbúðalána hafi líka lækkað hér á landi. „Verðtryggðir vextir íbúðalána hafa líka lækkað þó þeir hafi ekki lækkað alveg í sama mæli vegna þess að þeir voru hér í ákveðnu kerfi þar sem þeir fylgdu ekki markaðsvöxtum en eigi að síður er það svo að þessir vextir eru lægri en nokkru sinni síðan vaxtafrelsi kom til. Seðlabanki Íslands getur bara haft áhrif á þessa vexti til skamms tíma en hefur ekki og getur ekki stýrt langtíma raunvöxtum. Til lengdar ráðast þessir vextir af framboði og eftirspurn af fjármagni, sparnaðarstigi í viðkomandi þjóðfélagi, framleiðniuppbyggingu og því um líkt.”

Besti vinur vegna aðhaldssamrar peningastefnu

„Ég ætla nú ekki að segja mikið um það sem aðrir ræðumenn hér hafa sagt, þeir sögðu svo margt, en ég ætla þó að svara því að Vilhjálmur sagði að Seðlabankinn hefði haldið því fram að laun gætu ekki hækkað um nema 2,5% til að samræmast verðbólgumarkmiðinu. Það er alrangt, ég hef aldrei sagt það, enda er það allt of lítil launahækkun til jafnaðar til að samræmast verðbólgumarkmiðinu vegna þess að það er framleiðniaukning sem er að eiga sér stað. Ég hef sagt að þetta ætti að vera 4 til 4,5%," sagði Már.

„En auðvitað hafa laun hækkað miklu meira núna upp á síðkastið og samt sem áður hefur okkur tekist að halda verðbólgunni undir marki. Það eru auðvitað tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi höfum við verið heppin, við höfum fengið búbót í gegnum ferðamennskuna en líka gífurlega bata á viðskiptakjörum og þegar þau batna þá geta laun hækkað meira en að jafnaði án þess að ógna verðbólgu," bætti hann við.

„Hin ástæðan er sú að öfugt við það sem gert var hér í gamla daga þegar laun hækkuðu voðalega mikið, þá kom stórvinur minn Jóhannes Nordal í sjónvarpið daginn eftir og sagði “við höfum fellt gengið um 15%”, þá var slakað á peningastefnunni til að taka kjaraávinninginn í burtu á kostnað mikillar verðbólgu eins og við þekkjum. Það var ekki gert núna, við höfum þvert á móti með aðhaldssamri peningastefnu tryggt það að þessari launahækkanir hafi skilað sér í auknum kaupmætti, og er það nú til vitnis um það að Seðlabankinn er að þessu leyti besti vinur heimilanna á alla kanta.“

Fundargestir tóku ekki vel það sjónarmið Seðlabankastjóra um að hagsmunum ...
Fundargestir tóku ekki vel það sjónarmið Seðlabankastjóra um að hagsmunum heimilanna væri ekki endilega best borgið með afnámi verðtryggingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fær ekki séð að afnám verðtryggingar leysi vandamál

Már sagði jafnframt að vægi verðtryggingar hefði minnkað undanfarið en þar með sagt væri ekki sjálfgefið að ástæða væri til að banna hana. „Það má ekki gleyma því að íslensk heimili hafa lent í ýmsum vandræðum vegna fjármálalegs óstöðugleika og misgengis og annars því um líks. En bandarísk heimili hafa gert það líka og eru enn í miklu verri stöðu en íslensk heimili, þar eru engin verðtryggð lán. Þetta hefur líka gerst i Svíþjóð og Noregi á sínum tíma. Það má ekki halda það að afnám verðtryggingar leysi öll vandamál.“

Út frá sjónarhóli Seðlabankans segir Már hann geta lifað vel án verðtryggingarinnar. „Ég hef alla tíð litið svo á sjálfur að þegar við næðum meiri stöðugleika þá skapist forendur fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, sérstaklega á stutta enda markaðarins, og það höfum við gert, vægi verðtryggingar hefur klárlega minnkað heilt yfir og litið yfir langt tímabil. En það er ekki þar með sagt að það eigi að banna hana ef einhver metur það sem svo að honum henti betur að taka verðtryggð lán. Peningastefnan getur virkað þó það séu verðtryggð lán og Seðlabankinn getur lifað og rekið sína peningastefnu án verðtryggingar. En hvort það séu hagsmunir heimilanna að afnema verðtryggingu, það efast á stórlega um.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á Stundina

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

18:02 Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »

Samþykkja lögbann á fréttaflutning

17:40 Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
Yamaha Fz1-S árg 2008. 1000cc. 150 hö
Skemmtilegt hjól með þægilega ásetu. Afar vel með farið. Er á óslitnum Michelin ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Málþing
Tilkynningar
"Ekki fresta, hafðu samband" Málþin...
Félagsstarf
Staður og stund
Mynd af auglýsingu ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...