Sagði Seðlabankann besta vin heimilanna

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á fundi Verkalýðsfélags Akraness og VR í Háskólabíói í dag að Seðlabankinn væri besti vinur heimilanna og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.

Seðlabankastjórinn byrjaði erindi sitt á að lýsa því yfir að honum hefði ekki gefist mikill tími til að ræða við fólkið í landinu um peningastefnuna og árangur hennar og sagði það helgast af stærðargráðu verkefna Seðlabanka Íslands sem hann telur að eigi sér ekki hliðstæðu í heiminum en þar var hann meðal annars að vísa til afnáms gjaldeyrishafta og endurheimtar eigna.

Már lýsti því yfir að vextir hér á landi væri í rauninni ekki háir, heldur væru þeir óvenjulega lágir erlendis og vísaði í því samhengi til meðalvaxta hér á landi frá árinu 2001 og meðalvaxta í Bretlandi og Bandaríkjunum frá 1870 til 2007.

„Ef skoðum langtíma raunvexti verðtryggðra ríkisskuldabréfa og alþjóðlega vexti aftur til 1985 þá sjáum við að þessir vextir hafa lækkað um allan heim, og líka hér. Ef við erum með okurvexti núna þá veit ég ekki hvað þið ætlið að kalla vextina sem voru í kringum 1985, en það er ykkar vandamál. En það er auðvitað munur, vextirnir hér hafa verið hærri og það hefur sveiflast til í hvaða mæli þeir hafa verið hærri og það byggist á efnahagsástandinu," sagði hann.

„Til dæmis núna hefur munurinn verið að aukast á ný, þessi vextir eru mjög lágir erlendis í stóru ríkjunum en töluvert hærri hér þó þeir séu miklu lægri heldur en þeir hafa verið sögulega. Það helgast af því að þrátt fyrir allt, þegar maður hlustar á tölurnar hér myndi maður halda að það væri mikið eymdarástand í landinu, en við búum við feikigott gott atvinnuástand, mikinn hagvöxt, kaupmáttaraukningu sem á enga sér líka þannig að eitthvað virðist nú vera að virka vel.”

Frá fundinum í Háskólabíói.
Frá fundinum í Háskólabíói. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá benti seðlabankastjóri á að verðtryggðir vextir íbúðalána hafi líka lækkað hér á landi. „Verðtryggðir vextir íbúðalána hafa líka lækkað þó þeir hafi ekki lækkað alveg í sama mæli vegna þess að þeir voru hér í ákveðnu kerfi þar sem þeir fylgdu ekki markaðsvöxtum en eigi að síður er það svo að þessir vextir eru lægri en nokkru sinni síðan vaxtafrelsi kom til. Seðlabanki Íslands getur bara haft áhrif á þessa vexti til skamms tíma en hefur ekki og getur ekki stýrt langtíma raunvöxtum. Til lengdar ráðast þessir vextir af framboði og eftirspurn af fjármagni, sparnaðarstigi í viðkomandi þjóðfélagi, framleiðniuppbyggingu og því um líkt.”

Besti vinur vegna aðhaldssamrar peningastefnu

„Ég ætla nú ekki að segja mikið um það sem aðrir ræðumenn hér hafa sagt, þeir sögðu svo margt, en ég ætla þó að svara því að Vilhjálmur sagði að Seðlabankinn hefði haldið því fram að laun gætu ekki hækkað um nema 2,5% til að samræmast verðbólgumarkmiðinu. Það er alrangt, ég hef aldrei sagt það, enda er það allt of lítil launahækkun til jafnaðar til að samræmast verðbólgumarkmiðinu vegna þess að það er framleiðniaukning sem er að eiga sér stað. Ég hef sagt að þetta ætti að vera 4 til 4,5%," sagði Már.

„En auðvitað hafa laun hækkað miklu meira núna upp á síðkastið og samt sem áður hefur okkur tekist að halda verðbólgunni undir marki. Það eru auðvitað tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi höfum við verið heppin, við höfum fengið búbót í gegnum ferðamennskuna en líka gífurlega bata á viðskiptakjörum og þegar þau batna þá geta laun hækkað meira en að jafnaði án þess að ógna verðbólgu," bætti hann við.

„Hin ástæðan er sú að öfugt við það sem gert var hér í gamla daga þegar laun hækkuðu voðalega mikið, þá kom stórvinur minn Jóhannes Nordal í sjónvarpið daginn eftir og sagði “við höfum fellt gengið um 15%”, þá var slakað á peningastefnunni til að taka kjaraávinninginn í burtu á kostnað mikillar verðbólgu eins og við þekkjum. Það var ekki gert núna, við höfum þvert á móti með aðhaldssamri peningastefnu tryggt það að þessari launahækkanir hafi skilað sér í auknum kaupmætti, og er það nú til vitnis um það að Seðlabankinn er að þessu leyti besti vinur heimilanna á alla kanta.“

Fundargestir tóku ekki vel það sjónarmið Seðlabankastjóra um að hagsmunum ...
Fundargestir tóku ekki vel það sjónarmið Seðlabankastjóra um að hagsmunum heimilanna væri ekki endilega best borgið með afnámi verðtryggingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fær ekki séð að afnám verðtryggingar leysi vandamál

Már sagði jafnframt að vægi verðtryggingar hefði minnkað undanfarið en þar með sagt væri ekki sjálfgefið að ástæða væri til að banna hana. „Það má ekki gleyma því að íslensk heimili hafa lent í ýmsum vandræðum vegna fjármálalegs óstöðugleika og misgengis og annars því um líks. En bandarísk heimili hafa gert það líka og eru enn í miklu verri stöðu en íslensk heimili, þar eru engin verðtryggð lán. Þetta hefur líka gerst i Svíþjóð og Noregi á sínum tíma. Það má ekki halda það að afnám verðtryggingar leysi öll vandamál.“

Út frá sjónarhóli Seðlabankans segir Már hann geta lifað vel án verðtryggingarinnar. „Ég hef alla tíð litið svo á sjálfur að þegar við næðum meiri stöðugleika þá skapist forendur fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, sérstaklega á stutta enda markaðarins, og það höfum við gert, vægi verðtryggingar hefur klárlega minnkað heilt yfir og litið yfir langt tímabil. En það er ekki þar með sagt að það eigi að banna hana ef einhver metur það sem svo að honum henti betur að taka verðtryggð lán. Peningastefnan getur virkað þó það séu verðtryggð lán og Seðlabankinn getur lifað og rekið sína peningastefnu án verðtryggingar. En hvort það séu hagsmunir heimilanna að afnema verðtryggingu, það efast á stórlega um.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Jesú hitaði upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í athugasemdakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...