Skýrsla Lilju samþykkt hjá NATO

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert

Skýrsla Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga á Norðurslóðum var samþykkt af þingmönnum Atlantshafsbandalagsins á ársfundi þeirra í Búkarest 6.-9. október.

„Hlýnun jarðar er að eiga sér stað hraðar en margir vísindamenn spáðu fyrir um og hopun hafíssins á norðurslóðum er umtalsverð. Brýnt er að ríki heims vinni markvisst að því í sameiningu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og standi við þær skuldbindingar sem felst í Parísarsamkomulaginu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður, í tilkynningu.

Bandaríkin eitt aðildarríkja greiddi atkvæði gegn samþykkt skýrslunnar. Lilja Alfreðsdóttir var jafnframt kjörinn forsvarsmaður nefndar efnahags- og öryggismála hjá NATO-þinginu.

Í tilkynningunni kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga séu margvísleg og ekki sé með öllu ljóst hverjar afleiðingarnar verði. Fram kemur í skýrslunni að kostnaður muni fylgja því að bregðast við loftlagsbreytingum en það sé mikilvægt fyrir þjóðir heims að fjárfesta í þeirri tækni sem muni leiða til þess að draga úr losun loftlagsbreytinga.

Þingmenn Atlantshafsbandalagsins voru sammála um að áhrif loftlagsbreytinga séu öryggis- og varnarmál, meðal annars vegna hækkunar yfirborðs sjávar, óstöðugleika í Mið-Austurlöndum vegna þurrka og svo aukins aðgengis að náttúruauðlindum á norðurslóðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert