Segir Ísland missa af dýrmætum fjárfestingum vegna lélegrar nettengingar

Eitt stórt gagnaver gæti verið margra milljarða króna virði. Mynd …
Eitt stórt gagnaver gæti verið margra milljarða króna virði. Mynd úr safni af afhendingu tölvubúnaðar fyrir gagnaver á Ásbrú. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pétur Örn Magnússon, framkvæmdastjóri ráðgjafar- og verkfræðifyrirtækisins Lotu, segir Ísland fara á mis við margvíslega fjárfestingu í rekstri gagnavera sökum þess hve mikið vantar upp á net- og fjarskiptatengingu landsins við umheiminn.

Netsambandið við útlönd sé ekki nógu hratt og áreiðanlegt og því sé ógerningur að byggja hér á landi stærri og fínni gagnaver. Milljarða króna sé að hafa upp úr byggingu slíkra gagnavera.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag leggur Pétur til að stofnað verði fyrirtæki með svipað hlutverk og Landsnet nema fyrir fjarskiptakerfið. Slíkt fyrirtæki ætti að halda utan um flutningsleiðir fjarskipta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert