Seðlabankinn áfrýjar til Hæstaréttar

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seðlabanki Íslands hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í tveimur málum til Hæstaréttar, en í þeim var íslenska ríkinu gert að endurgreiða félögunum P153 ehf. og Rask ehf. rúmlega 100 milljónir króna sem Seðlabankinn hafði áður sektað félögin um fyrir gjaldeyrisbrot.

Félagið P153 er í eigu Nornes AS, en Rask er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmunds­sona sem jafnan eru kenndir við Bakkavör.

Í dóm­um Héraðsdóms Reykja­vík­ur kem­ur fram að til­drög máls­ins sé að rekja til nauðasamn­inga Klakka ehf., áður Ex­ista, um að kröfu­haf­ar fengju greiðslur í formi nýs hluta­fjár og greiðslur í krón­um, eft­ir því sem laust fé hrykki til.

Þar kem­ur fram að fé­lög­in hefðu ekki reynt að leyna hátt­semi sinni og leituðu fé­lög­in eft­ir af­stöðu Seðlabank­ans um hvort heim­ilt væri að inna af hendi greiðslur sam­kvæmt nauðasamn­ing­un­um. Eins benti dóm­ur­inn á að Seðlabank­inn hefði ekki fært rök fyr­ir því að brot fé­lag­anna hefðu verið til þess fall­in að valda al­var­leg­um og veru­leg­um óstöðug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert