Mahdi Al-Hussaini var 19 ára þegar hún ruddist inn í umræðuna í Noregi. Í ágúst 2014 stillti hún sér upp fyrir framan Stórþingið, tók hljóðnema sér í hönd fyrir framan þúsundir áhorfenda og flutti eldræðu gegn öfgasinnuðum íslamistum og ofbeldi Ríkis íslam. Henni var ekki skemmt þegar hún sagði fólki frá skoðun sinni á öfgum: „Þeir fylgja ekki íslam. Þeir fylgja djöflinum,“ sagði hún.

Í frétt Aftenposten frá því í sumar kemur fram að hún hafi verið hyllt af sumum en hótað lífláti af öðrum. Hún var kölluð helvítis hóra og svo mætti lengi telja. En hún gafst ekki upp og þegar norska ríkisútvarpið bað hana um að hafa umsjón með sjónvarpsþætti þá sagði hún já. Fyrsti þátturinn snerist um trúarbrögð. En þá vandaðist málið því Mahdi Al-Hussaini gengur með slæðu og það fór mjög fyrir brjóstið á Norðmönnum. Mótmælin streymdu inn og jafnvel áður en þátturinn var sýndur höfðu yfir sex þúsund kvartanir borist. Aldrei áður höfðu borist jafnmargar kvartanir til NRK. 

Ég heiti Faten Mahdi Al-Hussaini og er múslimi