Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki?

Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var …
Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var þeirrar skoðunar að Viðreisn hefði líklega brugðist við með sama hætti og Björt framtíð. Þorsteinn Víglundsson (lengst t.h.) telur nú hafa verið óþarfa að slíta stjórnarsamstarfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn Viðreisnar virðast ekki á einu máli um hvort ástæða hafi verið til að slíta stjórnarsamstarfinu og raunar virðast einhverjir þeirra vera margsaga í sínum skoðunum.

Þannig sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra og þingmaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina að það hafi verið gríðarleg von­brigði hvernig fór með stjórnarsamstarfið. „Eins og hef­ur nú komið á dag­inn þá var þetta aldrei til­efni til þess að sprengja upp stjórn­ar­sam­starf,“ sagði Þor­steinn í spjallþætt­in­um.

 „Málið sem varð á end­an­um stjórn­inni að falli, þegar rykið var fallið og þegar búið var að fara í gegn um það eins og við kölluðum eft­ir þá var ekk­ert til­efni í því máli til þess að fara að sprengja stjórn­ar­sam­starf. Þar hefði Björt framtíð bet­ur mátt bíða og sjá hvernig málið væri ná­kvæm­lega vaxið áður en það væri hlaupið út und­an sér á næt­ur­fundi að sprengja rík­is­stjórn­ina,“ sagði Þorsteinn.

Daginn eftir stjórnarslitin sagði Þorsteinn hins vegar á Facebook-síðu sinni að upp­lýsa yrði „án taf­ar þá at­b­urðarrás sem varð til þess að dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um var veitt upp­reist æru.“

„Sú grafal­var­lega staða sem“ komið hafi upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um kalli „á skjót og mark­viss viðbrögð“ um að „upp­lýsa að fullu og án taf­ar þá at­b­urðarrás sem leiddi til þess að tveim­ur dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um, sem gerst höfðu sek­ir um sví­v­irðilega glæpi, var veitt upp­reist æru síðastliðið haust.“

Upp­lýs­ing­arnar sem fram hafi komið gefi „til­efni til að draga í efa þær skýr­ing­ar sem gefn­ar hafa verið á máls­at­vik­um hingað til. Það verður ein­fald­lega að ríkja fullt traust til málsmeðferðar svo al­var­legra mála. Sú er því miður ekki raun­in nú,“ sagði í færslu Þorsteins.

Vísar til meðferðarinnar ekki brotanna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sá í morgun ástæðu til að biðjast á Facebook-síðu sinni afsökunar á „klaufalegum ummælum“ sínum í þættinum Forystusætinu á RÚV  í gær. Það hafi verið „klaufalegt“ hjá sér er hann sagði engan lengur muna um hvað málið snerist. „Þar var ég að vísa til meðferðar málsins í stjórnsýslunni síðastliðið sumar, en sannarlega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu,“ segir Benedikt í færslu sinni.

„Óásættanlegt sé að slík mál séu hjúpuð leyndarhyggju og það sé skýr skoðun sín og Viðreisnar að upplýsa um alla þætti málsins. „Hefði það sjónarmið verið haft í heiðri hefðu allar upplýsingar legið á borðinu frá upphafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætti,“ sagði Benedikt sem þó kvaðst í frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun vera sammála ummælum Þorsteins í þættinum Sprengisandi.

Björt framtíð hefði átt að hafa samráð við samstarfsflokkana. „Þau höfðu tamið sér að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og sporna gegn fúski, svo minnt sé á slagorð þeirra fyrir síðustu kosningar,“ segir hann og að ef málið hefði verið tilefni til stjórnarslita væri það enn rætt.

Hallast að því að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, taldi engu að síður daginn eftir stjórnarslit líklegt að Viðreisn hefði mögulega brugðist við með svipuðum hætti og Björt framtíð. „Okk­ar nálg­un í upp­hafi var að við vild­um ná til alls okk­ar fólks og fá ákveðnar upp­lýs­ing­ar upp á borðið. Hefði Björt framtíð ekki slitið stjórn­ar­sam­starf­inu á miðnætti og við ekki frétt það í fjöl­miðlum, þá hefðum við strax um morg­un­inn fengið þessa tvo ráðherra [Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra] á fund með okk­ur til að fara yfir mál­in,“ seg­ir Hanna Katrín í samtali við mbl.is á þeim tíma.

„Við hefðum kallað eft­ir upp­lýs­ing­um, vegið þær og metið og niðurstaðan hefði mögu­lega orðið sú sama og Björt framtíð komst að kvöldið áður, eða ein­hver önn­ur. Miðað við það hvernig málið hef­ur þró­ast þá hall­ast ég orðið að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði sama dag á Facebook-síðu sinni að síðustu dag­ar hafi sýnt af­drátt­ar­laust „að þol­in­mæði sam­fé­lags­ins gagn­vart kyn­ferðis­legu of­beldi og hvernig kerfið meðhöndl­ar slík brot og eft­ir­mála þeirra er á þrot­um.“ Æski­leg­ast sé í þeirri stöðu sem upp er kom­in að boða til kosn­inga eins fljótt og auðið er.

Það sé verk­efni stjórn­mál­anna „að breyta úr­elt­um kerf­um og upp­ræta sterka til­hneig­ingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sér­hags­muni fram yfir al­manna­hags­muni,“ sagði Þorgerður í færslu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert