Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki?

Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var ...
Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var þeirrar skoðunar að Viðreisn hefði líklega brugðist við með sama hætti og Björt framtíð. Þorsteinn Víglundsson (lengst t.h.) telur nú hafa verið óþarfa að slíta stjórnarsamstarfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn Viðreisnar virðast ekki á einu máli um hvort ástæða hafi verið til að slíta stjórnarsamstarfinu og raunar virðast einhverjir þeirra vera margsaga í sínum skoðunum.

Þannig sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra og þingmaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina að það hafi verið gríðarleg von­brigði hvernig fór með stjórnarsamstarfið. „Eins og hef­ur nú komið á dag­inn þá var þetta aldrei til­efni til þess að sprengja upp stjórn­ar­sam­starf,“ sagði Þor­steinn í spjallþætt­in­um.

 „Málið sem varð á end­an­um stjórn­inni að falli, þegar rykið var fallið og þegar búið var að fara í gegn um það eins og við kölluðum eft­ir þá var ekk­ert til­efni í því máli til þess að fara að sprengja stjórn­ar­sam­starf. Þar hefði Björt framtíð bet­ur mátt bíða og sjá hvernig málið væri ná­kvæm­lega vaxið áður en það væri hlaupið út und­an sér á næt­ur­fundi að sprengja rík­is­stjórn­ina,“ sagði Þorsteinn.

Daginn eftir stjórnarslitin sagði Þorsteinn hins vegar á Facebook-síðu sinni að upp­lýsa yrði „án taf­ar þá at­b­urðarrás sem varð til þess að dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um var veitt upp­reist æru.“

„Sú grafal­var­lega staða sem“ komið hafi upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um kalli „á skjót og mark­viss viðbrögð“ um að „upp­lýsa að fullu og án taf­ar þá at­b­urðarrás sem leiddi til þess að tveim­ur dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um, sem gerst höfðu sek­ir um sví­v­irðilega glæpi, var veitt upp­reist æru síðastliðið haust.“

Upp­lýs­ing­arnar sem fram hafi komið gefi „til­efni til að draga í efa þær skýr­ing­ar sem gefn­ar hafa verið á máls­at­vik­um hingað til. Það verður ein­fald­lega að ríkja fullt traust til málsmeðferðar svo al­var­legra mála. Sú er því miður ekki raun­in nú,“ sagði í færslu Þorsteins.

Vísar til meðferðarinnar ekki brotanna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sá í morgun ástæðu til að biðjast á Facebook-síðu sinni afsökunar á „klaufalegum ummælum“ sínum í þættinum Forystusætinu á RÚV  í gær. Það hafi verið „klaufalegt“ hjá sér er hann sagði engan lengur muna um hvað málið snerist. „Þar var ég að vísa til meðferðar málsins í stjórnsýslunni síðastliðið sumar, en sannarlega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu,“ segir Benedikt í færslu sinni.

„Óásættanlegt sé að slík mál séu hjúpuð leyndarhyggju og það sé skýr skoðun sín og Viðreisnar að upplýsa um alla þætti málsins. „Hefði það sjónarmið verið haft í heiðri hefðu allar upplýsingar legið á borðinu frá upphafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætti,“ sagði Benedikt sem þó kvaðst í frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun vera sammála ummælum Þorsteins í þættinum Sprengisandi.

Björt framtíð hefði átt að hafa samráð við samstarfsflokkana. „Þau höfðu tamið sér að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og sporna gegn fúski, svo minnt sé á slagorð þeirra fyrir síðustu kosningar,“ segir hann og að ef málið hefði verið tilefni til stjórnarslita væri það enn rætt.

Hallast að því að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, taldi engu að síður daginn eftir stjórnarslit líklegt að Viðreisn hefði mögulega brugðist við með svipuðum hætti og Björt framtíð. „Okk­ar nálg­un í upp­hafi var að við vild­um ná til alls okk­ar fólks og fá ákveðnar upp­lýs­ing­ar upp á borðið. Hefði Björt framtíð ekki slitið stjórn­ar­sam­starf­inu á miðnætti og við ekki frétt það í fjöl­miðlum, þá hefðum við strax um morg­un­inn fengið þessa tvo ráðherra [Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra] á fund með okk­ur til að fara yfir mál­in,“ seg­ir Hanna Katrín í samtali við mbl.is á þeim tíma.

„Við hefðum kallað eft­ir upp­lýs­ing­um, vegið þær og metið og niðurstaðan hefði mögu­lega orðið sú sama og Björt framtíð komst að kvöldið áður, eða ein­hver önn­ur. Miðað við það hvernig málið hef­ur þró­ast þá hall­ast ég orðið að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði sama dag á Facebook-síðu sinni að síðustu dag­ar hafi sýnt af­drátt­ar­laust „að þol­in­mæði sam­fé­lags­ins gagn­vart kyn­ferðis­legu of­beldi og hvernig kerfið meðhöndl­ar slík brot og eft­ir­mála þeirra er á þrot­um.“ Æski­leg­ast sé í þeirri stöðu sem upp er kom­in að boða til kosn­inga eins fljótt og auðið er.

Það sé verk­efni stjórn­mál­anna „að breyta úr­elt­um kerf­um og upp­ræta sterka til­hneig­ingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sér­hags­muni fram yfir al­manna­hags­muni,“ sagði Þorgerður í færslu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Lykill ehf. í söluferli

16:47 Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018. Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...