Ástæða til að slíta samstarfinu eða ekki?

Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var ...
Þingflokksfundur hjá Viðreisn. Hanna Katrín Friðrikssin (fyrir enda borðs) var þeirrar skoðunar að Viðreisn hefði líklega brugðist við með sama hætti og Björt framtíð. Þorsteinn Víglundsson (lengst t.h.) telur nú hafa verið óþarfa að slíta stjórnarsamstarfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn Viðreisnar virðast ekki á einu máli um hvort ástæða hafi verið til að slíta stjórnarsamstarfinu og raunar virðast einhverjir þeirra vera margsaga í sínum skoðunum.

Þannig sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra og þingmaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina að það hafi verið gríðarleg von­brigði hvernig fór með stjórnarsamstarfið. „Eins og hef­ur nú komið á dag­inn þá var þetta aldrei til­efni til þess að sprengja upp stjórn­ar­sam­starf,“ sagði Þor­steinn í spjallþætt­in­um.

 „Málið sem varð á end­an­um stjórn­inni að falli, þegar rykið var fallið og þegar búið var að fara í gegn um það eins og við kölluðum eft­ir þá var ekk­ert til­efni í því máli til þess að fara að sprengja stjórn­ar­sam­starf. Þar hefði Björt framtíð bet­ur mátt bíða og sjá hvernig málið væri ná­kvæm­lega vaxið áður en það væri hlaupið út und­an sér á næt­ur­fundi að sprengja rík­is­stjórn­ina,“ sagði Þorsteinn.

Daginn eftir stjórnarslitin sagði Þorsteinn hins vegar á Facebook-síðu sinni að upp­lýsa yrði „án taf­ar þá at­b­urðarrás sem varð til þess að dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um var veitt upp­reist æru.“

„Sú grafal­var­lega staða sem“ komið hafi upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um kalli „á skjót og mark­viss viðbrögð“ um að „upp­lýsa að fullu og án taf­ar þá at­b­urðarrás sem leiddi til þess að tveim­ur dæmd­um kyn­ferðis­glæpa­mönn­um, sem gerst höfðu sek­ir um sví­v­irðilega glæpi, var veitt upp­reist æru síðastliðið haust.“

Upp­lýs­ing­arnar sem fram hafi komið gefi „til­efni til að draga í efa þær skýr­ing­ar sem gefn­ar hafa verið á máls­at­vik­um hingað til. Það verður ein­fald­lega að ríkja fullt traust til málsmeðferðar svo al­var­legra mála. Sú er því miður ekki raun­in nú,“ sagði í færslu Þorsteins.

Vísar til meðferðarinnar ekki brotanna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sá í morgun ástæðu til að biðjast á Facebook-síðu sinni afsökunar á „klaufalegum ummælum“ sínum í þættinum Forystusætinu á RÚV  í gær. Það hafi verið „klaufalegt“ hjá sér er hann sagði engan lengur muna um hvað málið snerist. „Þar var ég að vísa til meðferðar málsins í stjórnsýslunni síðastliðið sumar, en sannarlega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu,“ segir Benedikt í færslu sinni.

„Óásættanlegt sé að slík mál séu hjúpuð leyndarhyggju og það sé skýr skoðun sín og Viðreisnar að upplýsa um alla þætti málsins. „Hefði það sjónarmið verið haft í heiðri hefðu allar upplýsingar legið á borðinu frá upphafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætti,“ sagði Benedikt sem þó kvaðst í frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun vera sammála ummælum Þorsteins í þættinum Sprengisandi.

Björt framtíð hefði átt að hafa samráð við samstarfsflokkana. „Þau höfðu tamið sér að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og sporna gegn fúski, svo minnt sé á slagorð þeirra fyrir síðustu kosningar,“ segir hann og að ef málið hefði verið tilefni til stjórnarslita væri það enn rætt.

Hallast að því að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, taldi engu að síður daginn eftir stjórnarslit líklegt að Viðreisn hefði mögulega brugðist við með svipuðum hætti og Björt framtíð. „Okk­ar nálg­un í upp­hafi var að við vild­um ná til alls okk­ar fólks og fá ákveðnar upp­lýs­ing­ar upp á borðið. Hefði Björt framtíð ekki slitið stjórn­ar­sam­starf­inu á miðnætti og við ekki frétt það í fjöl­miðlum, þá hefðum við strax um morg­un­inn fengið þessa tvo ráðherra [Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra] á fund með okk­ur til að fara yfir mál­in,“ seg­ir Hanna Katrín í samtali við mbl.is á þeim tíma.

„Við hefðum kallað eft­ir upp­lýs­ing­um, vegið þær og metið og niðurstaðan hefði mögu­lega orðið sú sama og Björt framtíð komst að kvöldið áður, eða ein­hver önn­ur. Miðað við það hvernig málið hef­ur þró­ast þá hall­ast ég orðið að því að niðurstaðan hefði orðið sú sama.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði sama dag á Facebook-síðu sinni að síðustu dag­ar hafi sýnt af­drátt­ar­laust „að þol­in­mæði sam­fé­lags­ins gagn­vart kyn­ferðis­legu of­beldi og hvernig kerfið meðhöndl­ar slík brot og eft­ir­mála þeirra er á þrot­um.“ Æski­leg­ast sé í þeirri stöðu sem upp er kom­in að boða til kosn­inga eins fljótt og auðið er.

Það sé verk­efni stjórn­mál­anna „að breyta úr­elt­um kerf­um og upp­ræta sterka til­hneig­ingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sér­hags­muni fram yfir al­manna­hags­muni,“ sagði Þorgerður í færslu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Vantar nauðsynlega O mínus blóð

14:09 Blóðbankinn auglýsir í dag eftir því að hann vanti nauðsynlega að fá inn tólf O mínus blóðgjafa í dag, en vöntun er á slíku blóði. Aðeins einn í þeim blóðflokki hefur komið í dag. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Mercedes Benz 350 4matic 2006
Fallegur og vel með farinn station 4x4 ný dekk,bíll í topp standi. Ekinn aðeins ...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...