25% aukning í sölu kampavíns

Kampavín.
Kampavín. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jöfn og þétt aukning hefur orðið í sölu áfengis í Vínbúðunum í ár. Það sem af er ári nemur söluaukningin 5,3 prósentum í lítrum talið miðað við sama tíma í fyrra. Tölurnar ná fram til loka september.

Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra Vínbúðanna, selst sem fyrr mest af bjór í Vínbúðunum. „Sala bjórs hefur aukist um fimm prósent. Hann stýrir þessari magnaukningu,“ segir Sigrún.

Sala á hvítvíni hefur aukist um 1,3 prósent milli ára og sala á rauðvíni um 3,5 prósent. Rósavín er aftur komið í tísku og það sést á sölutölum. 17% söluaukning varð milli ára á rósavíni og 26% aukning í kampavíni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert