Dýrt að fylgja landsliðinu

Landsliðsmenn fagna sigrinum á Kosovó.
Landsliðsmenn fagna sigrinum á Kosovó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það gæti kostað fótboltaáhugafólk mörg hundruð þúsund krónur að ætla að fylgja íslenska landsliðinu eftir í riðlakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar.

Samkvæmt útreikningum Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra Túrista, í Morgunblaðinu í dag gæti það kostað um 380 þúsund krónur að kaupa flug, lestarmiða og hótelgistingu á þrjá leiki.

Þeir útreikningar miðast við að við lendum í B-riðli, sem telst nokkuð heppilegur upp á fjarlægðir. Miðar á leikina þrjá kosta á bilinu 37 þúsund krónur og upp í 68 þúsund eftir verðflokkum. Þá er allt uppihald ótalið. Óhætt er því að fullyrða að kostnaður við að fylgja liðinu eftir í riðlakeppninni gæti orðið mörg hundruð þúsund krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert