Eingreiðsla til stjórnenda ekki starfsmanna

Leikskólabörn á ferð um Hljómskálagarðinn í sumar.
Leikskólabörn á ferð um Hljómskálagarðinn í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eingreiðsla mun renna til allra yfirmanna á leikskólum, frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar vegna mikils álags manneklu að undanförnu. Um er að ræða leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra leikskóla, ásamt stjórnendum frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar

Bónusgreiðsla kemur ekki í hlut starfsmanna. Á fundinum gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við þetta fyrirkomulag lögðu fram tillögu um að starfsmenn nytu einnig slíkra eingreiðslna. Afgreiðslu þeirri viðaukatillögu var frestað. 

Í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks er gert ráð fyrir að eingreiðsla til leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla verði alls 21,4 milljónir króna og eingreiðsla til starfsmanna frístundaheimila verði 11 milljónir króna. 

Samþykkt var að veita alls 21,750 þúsund krónum í aðgerðir í starfsmannamálum á frístundaheimilum og rúmum 127 milljónum króna í aðgerðir í starfsmannamálum á leikskólum. 

Tillögurnar rúmast innan fjárheimilda skóla- og frístundasviðs, segir í fundargerðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert