Eistnaflug fær eina milljón króna

Frá Eistnaflugi í sumar.
Frá Eistnaflugi í sumar. Ljósmynd/Áfangastaðurinn Austurland/Daniel Byström

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að styrkja Eistnaflug um eina milljón króna á næsta ári með því skilyrði að fjárhagslegri endurskipulagningu verði lokið og að hátíðin fari fram sumarið 2018.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðsins.

Þar kom fram að fyrir liggi að forráðamenn Eistnaflugs hafi verið í samskiptum við sveitarfélagið vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins sem stendur að baki hátíðinni.

Eistnaflug hefur verið haldið í Neskaupstað undanfarin ár og hefur fjöldi innlendra jafnt sem erlendra flytjenda úr rokk- og þungarokksgeiranum stigið þar á svið.

Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs, segir við mbl.is að tilkynning varðandi fjárhagslegu endurskipulagninguna verði væntanlega gefin út á föstudaginn. Hann segir allt stefna í að hátíðin verði haldin aftur á næsta ári.

Spurður út í milljónina sem hátíðin fær frá Fjarðabyggð segir hann rosalega gott að eiga Fjarðabyggð að sem og alla íbúa sveitarfélagsins.

Hann segir kostnaðinn við hátíðina „svakalegan“ og að mun færri áhorfendur hafi komið á Eistnaflug síðasta sumar en búist var við.

Það er skrautlegt en skemmtilegt lið sem kemur á Eistnaflug.
Það er skrautlegt en skemmtilegt lið sem kemur á Eistnaflug. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert