Engin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði

Samgöngustofa segir það lykilatriði að farþegar séu upplýstir um rétt …
Samgöngustofa segir það lykilatriði að farþegar séu upplýstir um rétt sinn. Eimskip fullnægði ekki þessu skilyrði, að mati stofnunarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Eimskip þarf ekki að endurgreiða gistikostnað fjölskyldu sem var föst í Vestmannaeyjum eftir að ferð Herjólfs frá Eyjum var felld niður vegna veðurs.

Þetta er niðurstaða Samgöngustofu eftir að óskað var eftir áliti um hvort niðurfelling ferðarinnar gæti flokkast undir það að vera vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Gistikostnaður fjölskyldunnar var 44 þúsund krónur, en ekki þarf að endurgreiða útlagðan kostnað ef siglingu er aflýst vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Í umfjöllun um álit Samgöngustofu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Eimskip fór ekki að ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins nr. 1177/2010, um réttindi farþega sem ferðast á sjó eða skipgengum vatnaleiðum, með því að upplýsa farþega um réttindi sín þegar seinkun eða aflýsing verður á siglingu. Samgöngustofa beinir tilmælum til Eimskips um að félagið fari eftir ákvæðum reglugerðarinnar og gæti að þeim skyldum sem ekki falla niður enda þótt aflýsing eða seinkun verði rakin til veðurskilyrða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert