Fleiri hjóli og velji bíllaust líf

„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en ...
„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en bíl,“ segir Þráinn, hér á hjólinu sem starfsfólk Landslags notar til skemmri ferða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Umferðarteppur á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu lagast ekkert þótt farið yrði í stórkarlalegar framkvæmdir, eins og að breikka götur og byggja mislæg gatnamót. Reyndar er eftirtektarvert hve lengi margir bílstjórar eru að hökta af stað, þegar græna ljósið á gatnamótum kviknar. Margir laumast á netið í símanum meðan rauða ljósið logar og valda þannig töfum.“

Þetta segir Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. í Reykjavík. Hann er einn þeirra sem ferðast talsvert á reiðhjóli og telur hann það í öllu falli góðan kost, sem eigi að efla eins og tök leyfa. Í starfi sínu sem arkitekt lands og leiða hefur hann einnig komið með ýmsar hugmyndir í samgöngumálum sem síðan hafa verið raungerðar. Útgangspunkturinn þar er einfaldlega sá að aðstaða skapar áhuga. Séu til dæmis lagðir hjólastígar fjölgi hjólreiðafólkinu.

Aðstaða skapar áhuga

„Á rúmlega 20 árum er gert ráð fyrir að íbúum á svæðinu fjölgi um allt að 70 þúsund,“ segir Þráinn. „Hvorki skipulag, landrými né gatnakerfi ræður við aukna umferð einkabíla sem svarar til þessa fólksfjölda. Betri almenningssamgöngur, umferðarstýring með gjaldheimtu á bílastæðum og að skapa betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi með markvissum stígaframkvæmdum í skjólgóðu og vistlegu umhverfi eru nauðsynlegar aðgerðir til að búa í haginn fyrir framtíðina.“

Nærumhverfi okkar mótast á marga lund af þeim ramma sem skipulag svæða setur. Hvar á íbúðabyggð að vera, verslanir og þjónusta, aðgengi að almenningssamgöngum, græn svæði og svo framvegis? Taka þarf tillit til margra þátta og álit íbúa skiptir jafnan miklu. Þétting byggðar með góðri nærþjónustu og aðgerðir til að draga úr einkabílaumferð eru áberandi atriði í þeirri skipulagsstefnu sem nú er rekin í Reykjavík. Sú stefna er um margt samtóna því sem gerist víða um heim.

Lestir silast áfram

„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en ...
„Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en bíl,“ segir Þráinn, hér á hjólinu sem starfsfólk Landslags notar til skemmri ferða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson


Flestir þekkja þær löngu bílalestir sem eru á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu frá því nokkru fyrir klukkan átta á morgnana og næsta klukkutímann eftir það. Lestirnar silast áfram og það er áberandi hve oft er bara einn í bíl. Erindi fólks eru eins ólík og það er margt og margir eru á leiðinni í háskólana, en við þá eru víðlend svæði sem taka mörg hundruð bíla í stæði. Þar er nærtækt að gera breytingar, að sögn Þráins.

„Fyrir námsfólk ætti að blasa við að taka strætó, enda séu fargjöldin lág og ferðir tíðar. Strætó þarf einfaldlega að vera besti valkosturinn. Hann þarf því að hafa forgang í umferðinni og vera fljótari en hinir. Til þess að hafa að minnsta kosti áhrif á einkabílamenninguna væri einfaldast að hafa gjaldskyldu á bílastæðum við háskólana og framhaldsskólana í borginni, og sambærilega staði, að minnsta kosti í eða við miðborgina. Slíkt er gert víða erlendis. Örflögur í bílum svara skynjara eða gjaldmæli þegar ekið er inn í miðborg Þrándheims í Noregi og þannig er umferðinni stýrt. Útkoman er því friðsæl borg og manneskjuleg, að mínu mati,“ segir Þráinn sem telur þróunina verða í þessa átt á Íslandi.

Gera umhverfið miklu betra

Með þéttari byggð og að hvert hverfi sé sjálfbært með tilliti til nauðsynlegrar þjónustu og betri almenningssamgangna, svo sem boðaðrar Borgarlínu, hefur fólk væntanlega minni not en nú fyrir einkabílinn, að mati Þráins

„Fólk veigrar sér mjög við að sjá hvað einkabíllinn vegur þungt í heimilisbókhaldi og notar bílinn sem yfirhöfn. Með nýjum kynslóðum sem hafa annað gildismat en nú er ráðandi kann þetta að breytast svo bíllaus lífstíll verði val fleiri,“ segir Þráinn og heldur áfram. „Við eigum að vera sammála um að draga úr umferð einkabíla vegna mengunar og umhverfissjónarmiða. Þar má fara ýmsar leiðir, en reynslan af samgöngustyrkjum sem mörg fyrirtæki greiða starfsfólki sínu er góð. Þá skuldbindur fólk sig til að fara meirihluta ferða sinna til vinnu með strætó, hjóli eða gangandi og þetta höfum við hér á Landslagi gert – og kemur vel út. Við erum líka með reiðhjól sem starfsfólk notar eins og tök leyfa, til skemmri erinda út í bæ. Í miðborginni er maður fljótari að fara á hjóli en bíl, fyrir svo utan að á miðjum vinnudegi fær skrifstofufólkið stutta útiveru í umhverfi þar sem minnka má mengun og gera umhverfið svo miklu betra.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Össur segir kjósendur VG vilja í ESB

17:18 Össur Skarphéðinsson segir dauðafæri á ESB aðild fyrir Ísland í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann ræðir nýja könnun sem sýni að meirihluti kjósenda VG styðji aðild að ESB. Það skapi dauðafæri á ESB aðildarviðræðum. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Miðflokkurinn fær enga sérmeðferð

16:59 Miðflokkurinn mun ekki koma við sögu í neinum þeirra fjögurra málefnaþátta sem RÚV sýnir vegna komandi alþingiskosninga. „Ef við ætlum að setja upp sérstakar tökur fyrir Miðflokkinn værum við að brjóta jafnræði sem við erum að beita gagnvart öllum flokkum,“ segir Heiðar Örn, kosningaritstjóri RÚV. Meira »

Í varðhaldi vegna lífshættulegrar árásar

16:55 Hæstiréttur staðfesti í dag að karlmaður muni sæta gæsluvarðhaldi til 7. nóvember vegna hnífstungu­árás­ar í Æsu­felli í Breiðholti 3. október. Meira »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...