Lögreglurannsókn á láti Ellu Dísar

Starfsmaður Sinnum ehf. hefur stöðu sakbornings.
Starfsmaður Sinnum ehf. hefur stöðu sakbornings. mbl.is/Hjörtur

Starfsmaður einkarekna hjúkrunarfyrirtækisins Sinnum ehf. hefur stöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna andláts Ellu Dísar Laurens, að fram kemur í frétt RÚV. Ella Dís var átta ára gömul þegar hún lést eftir að hafa orðið fyrir heilaskaða í umsjón fyrirtækisins árið 2014. Það var Reykjavíkurborg sem keypti þjónustuna af Sinnum, en borgin hefur ekki skipt fyrirtækið síðastliðin tvö ár.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækið í síðustu viku til að greiða Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, þrjár milljónir króna í bætur vegna andláts dóttur hennar.

Ragna hafði stefnt fyr­ir­tæk­inu og Reykja­vík­ur­borg vegna stór­fellds gá­leys­is sem hafi valdið því að Ella Dís lést árið 2014. Var það mat Héraðsdóms að and­lát Ellu Dís­ar yrði rakið til stór­fellds gá­leys­is stjórn­enda Sinn­um ehf., sem hefðu sett ófag­lærðan starfs­mann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við, en Ella Dís var með sjald­gæf­an taugasjúk­dóm og var háð önd­un­ar­vél. 

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar gerði samn­ing við Sinn­um vegna skóla­göngu Ellu Dís­ar, en fyr­ir­tækið gef­ur sig út fyr­ir að bjóða upp á fjölþætta vel­ferðarþjón­ustu til ein­stak­linga. Á grund­velli samn­ings­ins sinnti fyr­ir­tækið sér­tæk­um stuðningi við Ellu Dís í skól­an­um, en henni fylgdi m.a. þroskaþjálfi sem aðstoðaði hana í þar. Ella Dís var með sér­stak­an vinnu­stól í skól­an­um og út­bú­in var aðstaða inni af skóla­stof­unni fyr­ir hana og henn­ar tæki, auk sjúkra­rúms ef hún yrði of þreytt og þyrfti að hvíla sig. Hún var tengd við önd­un­ar­vél gegn­um barka­túbu í hálsi og mett­un­ar­mæli sem sýndi súr­efn­is­mett­un í blóði og hjart­slátt.

Þroskaþjálf­ar­inn sem að staðaldri fylgdi Ellu Dís í skól­ann for­fallaðist einn daginn vegna veik­inda og var ófag­lærður starfsmaður Sinnum ehf. feng­inn til að fylgja henni í skól­ann. Sá þekkti Ellu Dís og hafði sinnt henni í af­leys­ing­um, en aldrei án aðstoðar.

Þegar starfsmaður­inn flutti Ellu Dís úr hjóla­stól henn­ar í vinnu­stól­inn í skól­an­um féll súr­efn­is­mett­un og hjart­slátt­ur hækkað. Starfsmaður­inn reyndi þá án ár­ang­urs að nota sog- og hósta­vél, auk þess að hringja í Neyðarlín­una eft­ir aðstoð. Sjúkra­flutn­inga­menn komu á staðinn sex mín­út­um síðar og var Ella Dís þá kom­in í önd­un­ar- og hjarta­stopp.

End­ur­lífg­un­ar­tilraun­in bar ár­ang­ur og var Ella Dís flutt á bráðamót­töku barna og þaðan á gjör­gæslu­deild. Ragna sagði Ellu Dís hafa orðið fyr­ir mikl­um heilaskaða við at­vikið og hafi hún aldrei hafa sýnt eðli­leg viðbrögð eft­ir það og þar til  hún lést  5. júní árið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert