Vara við mikilli rigningu á Norðurlandi

Í lok ágúst 2015 varð mikið tjón á Siglufirði þegar …
Í lok ágúst 2015 varð mikið tjón á Siglufirði þegar Hvanneyrará flæmdist úr farvegi sínum. ljósmynd/Hilmar M. Gunnarsson

Í kvöld og nótt er spáð talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda. Má búast við vatnavöxtum í ám á svæðinu, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Þá eru einnig auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu.

Þetta kemur fram í viðvörun á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Búist er við rigningunni fram á hádegi á morgun.

Í lok ágúst árið 2015 varð talsvert tjón á Siglufirði vegna mikilla vatnavaxta sem orsökuðu að Hvanneyrará flæmdist úr farvegi sínum og fyllti fráveitukerfið á eyrinni. Viðlagatryggingu Íslands bárust 70 tjónamöt vegna málsins og voru heildartjónabætur ríflega 45 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert