Við erum að tala um fólk

Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global ...
Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global Affairs við Yale og fyrrum forseti samtakanna Læknar án landamæra. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Fólk á flótta er ekki eitthvað sem bara Evrópa stendur frammi fyrir heldur allur heimurinn og við megum ekki horfa á flóttafólk sem vandamál eða óskilgreindan sæg fólks (sw­arm of people - orðið sw­arm er oft notað um sveim­ur af fugl­um eða flug­um) heldur sem manneskjur sem þurfa á aðstoð að halda.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Unni Krishnan Karunakara fræðimanns við Yale-háskóla og fyrrverandi forseta samtakanna Læknar án landamæra (MédecinsSansFrontières, MSF) á alþjóðlegri ráðstefnu Höfða friðarseturs í gær.

Karunakara hefur meðal annars unnið í Eþíópíu, Azerbaijan, Bangladess og Austur-Kongó auk þess að hafa sinnt rannsóknum og kennt í fjölmörgum háskólum víða um heim. Í byrjun erindisins ræddi hann um áhyggjur sem hann hefði af stöðu mála í heiminum eftir að hafa verið Washington og á Indlandi að undanförnu. Hann var nýverið við störf í Austur-Kongó.

AFP

Hryðjuverkaógn ræður för

Hann segir mikilvægt að hafa manngæsku í huga því allir eigi sama rétt til lífs hvar sem viðkomandi býr. Í dag sé staðan sú að hryðjuverkaógn eða hræðsla við hryðjuverk er látin réttlæta mannréttindabrot víða um heim. 

Karunakara tók landamæri Evrópu sem dæmi þar að lútandi. Þar sé fólk sem er fórnarlömb hörmunga glæpavætt. Til að mynda á landamærum Bretlands og Danmörku. Þegar hann hafi unnið fyrir MSF hafi verið litið upp til ríkja Evrópu, svo sem Danmörku og Noreg, varðandi mannréttindamál en í dag er því ekki þannig farið. Stjórnvöld þessara ríkja sem og annarra á evrópska efnahagssvæðinu megi ekki gleyma því að þau eigi aðild að flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Flóttamenn eru þeir sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar hættu á dauðarefsingu, pyntingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Heimurinn hefur brugðist þessu fólki

„Þetta er ekki bara vandamál Evrópu heldur alls heimsins og þrátt fyrir að þetta sé að gerast í Evrópu þá tel ég að allur heimurinn hafi brugðist,“ segir Karunakara og bætir við að nausynlegt sé, ef tala eigi um frið, að veita fólki stöðu sem manneskjur ekki ópersónulegs fjölda. Því þetta sé fólk sem er að reyna að lifa af.

Ekki sægur heldur manneskja.
Ekki sægur heldur manneskja. AFP

Unni Krishnan Karunakara segir að margt hafi breyst á undanförnum árum og nefndi sem dæmi að flest þeirra ríkja sem eigi aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna taki þátt í að sprengja sjúkrahús í Sýrlandi og víðar. Stofnanir SÞ séu ekki að gegna skilgreindu hlutverki sínu og þær standi ekki vaktina fyrir mannréttindi í heiminum í dag. Genfarsáttmálinn sé virtur að vettugi og enginn bregðist við af fullri alvöru þrátt fyrir að svo sé. 

Frá sjúkrahúsinu í Kunduz
Frá sjúkrahúsinu í Kunduz AFP

Fyrir tveimur árum var sjúkrahús MSF í Kunduz í Afganistan sprengt upp af Bandaríkjaher en þar létust um 40 manneskjur. Skipti þar engu að MSF starfar án þess að taka afstöðu til stríðandi fylkinga og hafi áður notið sérstöðu fyrir hlutleysi sitt. Nú sé enginn óhultur. Flóttamenn úr hópi rohingja séu sendir aftur til Búrma af nágrannaríkjum sem þeir hafa flúið til vegna ofsókna í heimalandinu.

„Hvernig er hægt að réttlæta endursendingu rohingja til Búrma ég bara spyr?“ segir Unni Krishnan Karunakara.

Á meðan er endalaust verið að ræða viðbrögð við hinu og þessu hjá alþjóðlegum stofnunum Sameinuðu þjóðanna en ekkert gert til þess að komast að rót vandans og vinna á honum, segir hann. 

mbl.is

Innlent »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rýmingarsala
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Ukulele
...
Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...