Við erum að tala um fólk

Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global ...
Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global Affairs við Yale og fyrrum forseti samtakanna Læknar án landamæra. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Fólk á flótta er ekki eitthvað sem bara Evrópa stendur frammi fyrir heldur allur heimurinn og við megum ekki horfa á flóttafólk sem vandamál eða óskilgreindan sæg fólks (sw­arm of people - orðið sw­arm er oft notað um sveim­ur af fugl­um eða flug­um) heldur sem manneskjur sem þurfa á aðstoð að halda.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Unni Krishnan Karunakara fræðimanns við Yale-háskóla og fyrrverandi forseta samtakanna Læknar án landamæra (MédecinsSansFrontières, MSF) á alþjóðlegri ráðstefnu Höfða friðarseturs í gær.

Karunakara hefur meðal annars unnið í Eþíópíu, Azerbaijan, Bangladess og Austur-Kongó auk þess að hafa sinnt rannsóknum og kennt í fjölmörgum háskólum víða um heim. Í byrjun erindisins ræddi hann um áhyggjur sem hann hefði af stöðu mála í heiminum eftir að hafa verið Washington og á Indlandi að undanförnu. Hann var nýverið við störf í Austur-Kongó.

AFP

Hryðjuverkaógn ræður för

Hann segir mikilvægt að hafa manngæsku í huga því allir eigi sama rétt til lífs hvar sem viðkomandi býr. Í dag sé staðan sú að hryðjuverkaógn eða hræðsla við hryðjuverk er látin réttlæta mannréttindabrot víða um heim. 

Karunakara tók landamæri Evrópu sem dæmi þar að lútandi. Þar sé fólk sem er fórnarlömb hörmunga glæpavætt. Til að mynda á landamærum Bretlands og Danmörku. Þegar hann hafi unnið fyrir MSF hafi verið litið upp til ríkja Evrópu, svo sem Danmörku og Noreg, varðandi mannréttindamál en í dag er því ekki þannig farið. Stjórnvöld þessara ríkja sem og annarra á evrópska efnahagssvæðinu megi ekki gleyma því að þau eigi aðild að flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Flóttamenn eru þeir sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar hættu á dauðarefsingu, pyntingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Heimurinn hefur brugðist þessu fólki

„Þetta er ekki bara vandamál Evrópu heldur alls heimsins og þrátt fyrir að þetta sé að gerast í Evrópu þá tel ég að allur heimurinn hafi brugðist,“ segir Karunakara og bætir við að nausynlegt sé, ef tala eigi um frið, að veita fólki stöðu sem manneskjur ekki ópersónulegs fjölda. Því þetta sé fólk sem er að reyna að lifa af.

Ekki sægur heldur manneskja.
Ekki sægur heldur manneskja. AFP

Unni Krishnan Karunakara segir að margt hafi breyst á undanförnum árum og nefndi sem dæmi að flest þeirra ríkja sem eigi aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna taki þátt í að sprengja sjúkrahús í Sýrlandi og víðar. Stofnanir SÞ séu ekki að gegna skilgreindu hlutverki sínu og þær standi ekki vaktina fyrir mannréttindi í heiminum í dag. Genfarsáttmálinn sé virtur að vettugi og enginn bregðist við af fullri alvöru þrátt fyrir að svo sé. 

Frá sjúkrahúsinu í Kunduz
Frá sjúkrahúsinu í Kunduz AFP

Fyrir tveimur árum var sjúkrahús MSF í Kunduz í Afganistan sprengt upp af Bandaríkjaher en þar létust um 40 manneskjur. Skipti þar engu að MSF starfar án þess að taka afstöðu til stríðandi fylkinga og hafi áður notið sérstöðu fyrir hlutleysi sitt. Nú sé enginn óhultur. Flóttamenn úr hópi rohingja séu sendir aftur til Búrma af nágrannaríkjum sem þeir hafa flúið til vegna ofsókna í heimalandinu.

„Hvernig er hægt að réttlæta endursendingu rohingja til Búrma ég bara spyr?“ segir Unni Krishnan Karunakara.

Á meðan er endalaust verið að ræða viðbrögð við hinu og þessu hjá alþjóðlegum stofnunum Sameinuðu þjóðanna en ekkert gert til þess að komast að rót vandans og vinna á honum, segir hann. 

mbl.is

Innlent »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Freyja stefnir Barnaverndarstofu

06:27 Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Meira »

Eldur í ofni í Airbnb-íbúð

06:20 Eldur kom upp í bakaraofni í fjölbýlishúsi á Grettisgötunni seint í gærkvöldi. Um var að ræða Airbnb-íbúð og voru erlendir ferðamenn í henni þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Meira »

Stormur með suðurströndinni

06:06 Búist er við stormi, meðalvindi meira en 20 metrum á sekúndu, með suðurströndinni fram á kvöld. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi og þangað til á föstudagsmorgun með vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. Meira »

Andlát: Dagbjartur Einarsson, fv. útgerðarmaður

05:30 Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í gær, 81 árs gamall. Meira »

Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja

05:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætlaði að halda opinn hádegisfund með Vestmannaeyingum í hádeginu í gær. Hætt var við fundinn þegar flugi var aflýst í gærmorgun og Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar. Meira »

Telja að 570 hjúkrunarfræðinga vanti

05:30 Hraða þarf nýliðun hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á næstunni. Þetta er niðurstaða nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Meira »

Miðað við ráðgjöf í kolmunna

05:30 Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra. Meira »

Íslensk Gung-Ho og Color Run útrás

05:30 Basic Events, fyrirtækið sem á skemmtihlaupin Color Run og Gung-Ho á Íslandi, ætlar að halda á annan tug hlaupa í Skandinavíu á næsta ári, en fyrirtækið hefur eignast réttinn fyrir öll Norðurlönd. Meira »

Undirheimar bönkuðu ranglega upp á

05:30 Þjóðskrá Íslands fær 34.000 til 36.000 lögheimilistilkynningar inn á sitt borð ár hvert, en rangar skráningar eru áætlaðar um 1-2% allra flutninga. Meira »

Stórauknar tekjur og eignir

05:30 Laun og starfstengdar greiðslur fjölskyldna og einstaklinga hækkuðu mikið í fyrra og voru 84 milljörðum kr. hærri en árið á undan. Ef þessi hækkun er borin saman við launagreiðslur árið 2009 er um 11% vöxt raunlauna að ræða í landinu. Meira »

Mikil tæring í leiðslum tefur

05:30 Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum í veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Skipið verður úr leik í einhverjar vikur af þessum sökum, jafnvel fram að áramótum, og hafa tafir orðið á rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna

05:30 Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...