Bleika slaufan að seljast upp

Bleika slaufan árið 2017.
Bleika slaufan árið 2017.

Bleiki dagurinn verður haldinn á morgun, föstudag. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að sýna samstöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þar kemur fram að bleika slaufan sé uppseld hjá Krabbameinsfélaginu - þó nokkur eintök séu til á sölustöðum um land allt. Þá er silfurslaufan, sem framleidd var í takmörkuðu upplagi, einnig uppseld.

Krabbameinsfélagið hvetur vinnustaði til að taka þátt í Bleika deginum og kynna sér nýtt fræðsluefni um krabbamein á vinnustöðum. „Þar er að finna haldgóðar og aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja vinnufélaga sem greinst hefur með krabbamein.“

Fram kemur að hægt sé að fá sent veggspjald, með því að senda póst á krabb@krabb.is, sem tilvalið sé að hengja upp á kaffistofu vinnustaðarins. 

Félagið þakkar öllum sem stutta hafa starf þess með kaupum á Bleiku slaufunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert