Eldsupptök ókunn

Svartan reyk leggur frá hótelinu.
Svartan reyk leggur frá hótelinu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í byggingu á þaki Hotel Natura Í dag en eldsupptök eru enn ókunn. Fyrr í dag var tilkynnt um eld í pizzaofni á hótelinu en starfsmenn slökktu eldinn sjálfir. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra, er ekki vitað hvort eldurinn í pizzaofninum sé orsök eldsins í byggingunni á þaki hótelsins. „Það er í raun ekki vitað enn sem komið er en það er hluti af því sem lögreglan er að rannsaka núna. “

Frétt mbl.is: Viðbúnaður vegna elds við Hót­el Natura

Kviknaði í tjörupappa

Að sögn Jóns Viðars gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var afmarkaður við byggingu á þakinu sem er byggð í kringum mótor og loftstokka. „Það fór enginn eldur eða vatn niður í hótelganginn og hefði í í sjálfu sér verið nóg að loka einu eða tveimur herbergjum en það var tekin ákvörðun í með öryggi gesta að leiðarljósi að loka nítján herbergjum sem eru innan við ákveðin brunahólf. Það er betra að hafa varann á og síðan er óþægnilegt að vera nálægt þessu,“ segir Jón Viðar. 

Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri var á vettvangi í dag en að hans sögn kviknaði í tjörupappa ofan á byggingunni á þaki hótelsins en eldurinn komst ekki í þak hótelsins. „Það er tjörupappi ofan á rýminu, þegar hann brennur eða hitnar þá verður hann bara eins og olía og það kemur kolsvartur reykur. Hann brann bara ofan á þakinu og síðan dettur þetta niður. Eldurinn hefur ekki náð þakið sjálft heldur bara verið ofan á þessari byggingu á þakinu,“

Frétt mbl.is Bet­ur fór en á horfðist

Byggingin sem kviknaði í er á þaki hótelsins
Byggingin sem kviknaði í er á þaki hótelsins mbl.is/Golli

 

Vaktað fram á nótt.

Slökkviliðsmenn og öryggisverður munu vakta svæðið fram á nótt til að ganga úr skugga um að engar glóðir hafi lifað eftir slökkviliðsstörf. „Þetta hefur engin veruleg áhrif á starfsemi hótelsins og getur vel verið að öll herbergin verði komin í notkun á morgun, það þarf bara að ganga úr skugga um að allt sé pottþétt en gestirnir í þessum herbergjum voru fluttir á önnur hótel,“ segir Jón Viðar. 

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðsmenn funda á Hotel Natura á morgun

Á morgun og laugardag stendur Fagdeild slökkviliðsmanna fyrir námskeiðinu Á vakt fyrir Ísland á Hotel Natura en þar munu slökkviliðsmenn meðal annars ræða öryggi slökkviliðsmanna. Aðspurður um hvort að eldurinn hafi áhrif á námskeiðið segir Jón Viðar svo ekki vera. „Það má alveg eiga von á því að þetta verði rætt á morgun, það er náttúrulega sérstakt að það komi upp eldur daginn fyrir námskeiðið á sama hóteli og það verður haldið á, en svona eru tilviljanir,“ segir Jón Viðar. 

mbl.is

Innlent »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina....
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...