Eldsupptök ókunn

Svartan reyk leggur frá hótelinu.
Svartan reyk leggur frá hótelinu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í byggingu á þaki Hotel Natura Í dag en eldsupptök eru enn ókunn. Fyrr í dag var tilkynnt um eld í pizzaofni á hótelinu en starfsmenn slökktu eldinn sjálfir. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra, er ekki vitað hvort eldurinn í pizzaofninum sé orsök eldsins í byggingunni á þaki hótelsins. „Það er í raun ekki vitað enn sem komið er en það er hluti af því sem lögreglan er að rannsaka núna. “

Frétt mbl.is: Viðbúnaður vegna elds við Hót­el Natura

Kviknaði í tjörupappa

Að sögn Jóns Viðars gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var afmarkaður við byggingu á þakinu sem er byggð í kringum mótor og loftstokka. „Það fór enginn eldur eða vatn niður í hótelganginn og hefði í í sjálfu sér verið nóg að loka einu eða tveimur herbergjum en það var tekin ákvörðun í með öryggi gesta að leiðarljósi að loka nítján herbergjum sem eru innan við ákveðin brunahólf. Það er betra að hafa varann á og síðan er óþægnilegt að vera nálægt þessu,“ segir Jón Viðar. 

Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri var á vettvangi í dag en að hans sögn kviknaði í tjörupappa ofan á byggingunni á þaki hótelsins en eldurinn komst ekki í þak hótelsins. „Það er tjörupappi ofan á rýminu, þegar hann brennur eða hitnar þá verður hann bara eins og olía og það kemur kolsvartur reykur. Hann brann bara ofan á þakinu og síðan dettur þetta niður. Eldurinn hefur ekki náð þakið sjálft heldur bara verið ofan á þessari byggingu á þakinu,“

Frétt mbl.is Bet­ur fór en á horfðist

Byggingin sem kviknaði í er á þaki hótelsins
Byggingin sem kviknaði í er á þaki hótelsins mbl.is/Golli

 

Vaktað fram á nótt.

Slökkviliðsmenn og öryggisverður munu vakta svæðið fram á nótt til að ganga úr skugga um að engar glóðir hafi lifað eftir slökkviliðsstörf. „Þetta hefur engin veruleg áhrif á starfsemi hótelsins og getur vel verið að öll herbergin verði komin í notkun á morgun, það þarf bara að ganga úr skugga um að allt sé pottþétt en gestirnir í þessum herbergjum voru fluttir á önnur hótel,“ segir Jón Viðar. 

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðsmenn funda á Hotel Natura á morgun

Á morgun og laugardag stendur Fagdeild slökkviliðsmanna fyrir námskeiðinu Á vakt fyrir Ísland á Hotel Natura en þar munu slökkviliðsmenn meðal annars ræða öryggi slökkviliðsmanna. Aðspurður um hvort að eldurinn hafi áhrif á námskeiðið segir Jón Viðar svo ekki vera. „Það má alveg eiga von á því að þetta verði rætt á morgun, það er náttúrulega sérstakt að það komi upp eldur daginn fyrir námskeiðið á sama hóteli og það verður haldið á, en svona eru tilviljanir,“ segir Jón Viðar. 

mbl.is

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Ræstingavagn
Til sölu Ræstingarvegn. kr: 19000,- uppl: 8691204....
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...