Hrafn fær ekki að vera á sumarhúsalóðinni

Ljósmynd/Sigurður Bogi

Hæstiréttur sýknaði í dag Orkuveitu Reykjavíkur af kröfu Hrafns Gunnlaugssonar um að afnotaréttur hans af sumarhúsalóð við Elliðavatn yrði viðurkenndur með dómi en héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á að Hrafn ætti afnotarétt af lóðinni til 15 ára.

Frétt mbl.is Hrafn fær að vera í 15 ár

Hæstiréttur vísaði til þess að vilji hefði verið til staðar af hálfu fyrirsvarsmanna Orkuveitunnar til að yfirfæra réttindi sem Þórði Sveinssyni, afa Hrafns, eiginkonu hans og börnum voru tryggð með afsali frá 1927 til barna hennar og barnabarna en á hinn bóginn hefði aldrei verið gengið frá samningi milli aðilanna um þessi réttindi. Þá var ekki heldur fallist á að með því að byggingaryfirvöld hefðu veitt samþykki til endurbyggingar sumarhússins á árinu 2004 hefði Orkuveitan samþykkt afnot Hrafns af lóðinni til framtíðar. 

Aðdragandi málsins er sá að Hrafn höfðaði dómsmál á hendur Orkuveitu Reykjavíkur í október 2015 og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að hann ætti afnotarétt af þeirri lóð sem sumarhús hans stendur við að Elliðavatnsbletti 3 í Reykjavík, aðallega ótímabundinn en til vara til 75 ára. Orkuveitan krafðist sýknu en til vara að afnotaréttur Hrafns af lóðinni yrði tímabundinn til 15 ára. 

Frétt mbl.is Vilja Hrafn í burtu af sum­ar­húsalóð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert