Innkalla fiskibollur frá Esju Gæðafæði

Mögulegi ofnæmisvaldurinn eggjahvítuduft var ekki í innihaldslýsingu fiskibollanna.
Mögulegi ofnæmisvaldurinn eggjahvítuduft var ekki í innihaldslýsingu fiskibollanna.

Esja Gæðafæði hef­ur í sam­ráði við Matvælastofnun, ákveðið að taka úr sölu og innkalla Esju Gæðafæði steiktar fiskibollur, öll lot­u­núm­er. Í til­kynn­ingu frá Esju seg­ir að ástæða inn­köll­un­ar­inn­ar sé sú að of­næm­is­vald­urinn eggjahvítuduft séu ekki merkt­ir á umbúðum.

Þeir sem hafa of­næmi fyr­ir eggjahvítum eru beðnir um að neyta vör­unn­ar ekki en tekið skal fram að var­an er skaðlaus þeim sem ekki hafa of­næmi fyr­ir um­rædd­um of­næm­is­valdi.

Neyt­end­um sem keypt hafa vör­una er bent á að þeir geta skilað vör­unni þar sem hún var keypt. Í tilkynningunni biður Esja Gæðafæði neyt­end­ur vel­v­irðing­ar á þeim óþæg­ind­um sem af þessu get­ur skap­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert