Kynnir aðgerðaráætlun um kynferðisbrot

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. mbl.is/Eggert

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mun í næstu viku leggja fram aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota. Þetta tilkynnti hún á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. 

„Aðgerðaráætlunin er afrakstur vinnu samstarfshóps sem innanríkisráðherra setti á laggirnar í mars á síðasta ári. Starfshópnum var falið að taka til skoðunar ábendingar sem hafa komið fram almennt um það sem betur má fara varðandi kynferðisbrot og leggja fram tillögur til að koma til móts við ábendingarnar. Ég er búin að fá í hendurnar drög að áætluninni en hún lítur að rannsakendum, ákæruvaldi, dómstólunum, fórnarlömbum og sakborningum,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is

Hafði hugsað sér að gefa endanlega áætlun út í nóvember

„Ég ætla að kynna drögin í næstu viku, hún verður lögð fram til umsagnar til að byrja með og síðan hafði ég hugsað mér að gefa áætlunina út í nóvember. Þá myndi hún fara í kostnaðarmat þannig að ég sá fyrir mér að það væri hægt að leggja fram endanlegt plagg í nóvember eða desember. Aðgerðirnar skiptast í tvo flokkar, annars vegar aðgerðir sem hægt verður að fara í strax þar sem að þær kosta ekki mikið og lúta að verklagi og hins vegar aðgerðir sem krefjast meiri vinnu og verður hægt að fara í á næstu árum.“

Vill skýra hlutverk réttargæslumanna

Aðspurð um það hvort að breyta þurfum lögum er varða málaflokkinn segir Sigríður að aðgerðaráætlunin snúist um aðgerðir sem hægt er að fara í innan þeirra laga sem við höfum. „Það þarf ekki alltaf að breyta lögum, en það þarf kannski að endurskoða vinnu innan laganna. Ég get tekið sem dæmi samræmt verklag við móttöku fórnarlamba á spítölum. Ég veit til þess að það er kominn vísir af slíku verklagi á neyðarmóttöku Landspítalans en ég hugsa að það sé að einhverju leyti sjálfsprottið. En það þurfa auðvitað að vera til staðar svona verkferlar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins þannig að sama þjónusta sé veitt allstaðar. Eins mætti nefna réttargæslumenn, það er kveðið á um það í lögum að þolendur kynferðisbrota eigi rétt á réttargæslumanni en það er mismunandi hvernig störfum réttargæslumanna er háttað og það þyrfti að samræma störf þeirra og setja verklag sem þeir vinna eftir til að tryggja það að þolendur fái raunverulega eitthvað út úr því að vera með réttargæslumenn.“

Afgreiðsla kynferðisbrota allt önnur í dag en fyrir tíu árum

„Það var mikil samstaða um það á fundinum að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi en það komu jafnframt ábendingar um að ekkert hefði gerst í málaflokknum. Það verður að hafa í huga hvað þær ábendingar varðar að það hefur orðið mikil breyting í kerfinu undanfarinn áratug og gífurleg viðhorfsbreyting. Afgreiðsla kynferðisbrota í dag er allt önnur en hún var bara fyrir tíu árum, forgangur hjá lögreglu, það er komin sérstök deild fyrir rannsókn á kynferðisbrotum sem var ekki til staðar áður og það er verið að gera mjög mikið. Menn mega ekki missa sjónar á því að það þarf líka að trygga landsbyggðina hvað þetta varðar.“

mbl.is

Innlent »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Ræstingavagn
Til sölu Ræstingarvegn. kr: 19000,- uppl: 8691204....
Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Erum að flytja inn alskyns vörur fyrir Islendinga á extra góðu verði
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...