Óskarsverðlaun eru aðhald

Hingað koma gestir sem vita hvað þeir vilja, segir Rakel ...
Hingað koma gestir sem vita hvað þeir vilja, segir Rakel Ármannsdóttir, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Borg. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Allir innan ferðaþjónustunnar horfa til þess að komast á hinn eftirsótta lista tilnefninga. Þetta eru nokkurs konar Óskarsverðlaun greinarinnar og eru að því leyti mikilvægt viðmið sem skapar aðhald,“ segir Rakel Ármannsdóttir, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Borg.

Á dögunum fékk Hótel Borg þriðja árið í röð viðurkenningu sem „leiðandi hótel á Íslandi“ frá World Travel Awards, sem á heimsvísu eru ein eftirsóttustu fagverðlaun ferðaþjónustunnar. Viðurkenningar World Travel Awards, sem eru í mörgum flokkum og hafa verið veittar frá 1993, þykja góður vitnisburður um fagmennsku og að allt sé til fyrirmyndar.

Ritz í París og d'Angleterre

Í vali World Travel Awards koma til uppgjörs bæði dómar og stigagjöf almennra ferðamanna og ákveðinnar dómnefndar. Þannig fékk Hótel Borg þá nafnbót að vera leiðandi hótel á Íslandi árið 2012 og nú samfellt frá árinu 2015. Frá 2004 hafa Radisson SAS Hótel Saga og Radisson Blu 1919 einnig fengið viðurkenninguna, það síðarnefnda alls sjö sinnum. Önnur leiðandi hótel í heiminum í ár, samkvæmt þessum sama lista, eru heldur ekki af verri endanum, svo sem Ritz í París, Hilton í Kaíró í Egyptalandi, Radisson Blue Royal og hið fræga Hotel d'Angleterre í Kaupmannahöfn og The Plaza í New York. Mætti svo lengi áfram telja.

„Hótel Borg hefur frá opnun verið tengt við glæsileika og gæði. Það eru forréttindi að fá að vera partur af mikilvægum viðburðum í lífi fólks en við fáum oft gesti til okkar sem deila með okkur sínum Borgar-minningum eins og aðventukaffi með ömmu og afa, dansleikjum í Gyllta salnum, glæsilegu offiserunum í bandaríska hernum, brúðkaupum, bónorðum og fleiru. Það eru ekki bara Íslendingar sem eiga tengingu við Hótel Borg heldur höfum við einnig fengið erlenda gesti til okkar sem biðja um að sjá Gyllta salinn þar sem foreldrar þeirra kynntust.“

Upplifun gesta sé góð

Hótel Borg var reist á vegum Jóhannesar Jósefssonar glímukappa og tekið í notkun fyrir Alþingishátíðina árið 1930. Bygginguna teiknaði Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, árið 1917 – og spannar saga hótelsins því heila öld. Rekstur hótelsins er nú á vegum Keahótela, sem eiga rætur sínar að rekja til Akureyrar. „Ég hef unnið á flestum af átta hótelum fyrirtækisins, en Borgin hefur algjöra sérstöðu. Hingað koma oft sterkefnaðir einstaklingar, fólk sem veit hvað það vill og gerir kröfur. Við leggjum mikla áherslu á að upplifun gesta okkar sé góð. Þessi verðlaun eru því mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur á Hótel Borg,“ segir Rakel.

Bæði lúxus og upplifunin

Þyrla Norðurflugs tyllti sér á tindinn.
Þyrla Norðurflugs tyllti sér á tindinn.


Viðurkenningar World Travel Awards til fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi – eins og öðrum löndum – eru í nokkrum flokkum. Hótel ION að Nesjavöllum þykir leiðandi lúxushótel hvar það stendur í stórbrotinni náttúru við Hengilinn. Radisson Blu Saga skorar hæst sem hótel fólks í viðskiptaerindum og sú umgjörð í náttúru og umhverfi sem Hótel Rangá er í þar eystra gerir það að leiðandi hóteli, sé horft til staðhátta.

Hertz er, samkvæmt mati World Travel Awards, leiðandi bílaleiga og Iceland Travel er ferðaskrifstofa sem helst mótar starfshætti á sínu sviði. Þá þykja ferðir með þyrlum Norðurflugs vera mikil upplifun, en þar er hægt að komast í lengri sem skemmri leiðangra þar sem flogið er yfir stórbrotna staði og fallega náttúru.

Innlent »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
Þurrkari
...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...