Starfsfólk leikskóla og á frístundaheimilum fá líka greitt

Starfsfólk í leikskólum og á frístundaheimilum borgarinnar fá einnig greiddar …
Starfsfólk í leikskólum og á frístundaheimilum borgarinnar fá einnig greiddar eingreiðslur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að veita leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskólanna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð í leikskólunum. Sú greiðsla kemur til viðbótar eingreiðslu til stjórnenda í leikskólunum sem áður hafði verið samþykkt í ráðinu ásamt öðrum bráðaaðgerðum til að mæta auknu álagi á starfsfólk. 

Þetta var breytingatillaga meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við viðaukatillögu Sjálfstæðisflokksins. Heildarfjárhæðin vegna þessa nemur 27,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Eingreiðslur til starfsfólks leikskóla, frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva munu nema 20.000 kr. fyrir hvern starfsmann sem var í fullu starfi í september og  koma til útborgunar 1. desember.

Meðal þess sem áður hafði verið samþykkt sem bráðaaðgerðir í leikskólum til að mæta auknu álagi var aukið fjármagn til heilsueflingar, fjármagn til að fjölga starfsmannafundum utan dagvinnutíma, heimild til að greiða fyrir undirbúningstíma í yfirvinnu og fjármagn til kynningarstarfs til að laða að nýtt starfsfólk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert