„Betra að fá smá kipp heldur en að veikjast“

Sérstaklega er hvatt til bólusetningar gegn mislingum.
Sérstaklega er hvatt til bólusetningar gegn mislingum. Thinkstock

„Góðan dag, þetta er Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á Íslandi. Í flugvélinni í gær sátuð þið fyrir aftan mann sem greindist með mislinga.“

Einhvern veginn þannig gæti samtal Þórólfs við Íslendinga á ferðalagi í Evrópu síðasta sumar hafa byrjað. Þegar í ljós kemur að ferðalangur er með alvarlegan smitsjúkdóm fer í gang alþjóðlegt upplýsinga- og viðvörunarkerfi og var þetta samtal liður í því.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórólfur að sérstaklega sé fylgst með um 50 alvarlegum smitsjúkdómum og eru mislingar þar á meðal, en hvert tilvik er vegið og metið. „Ef þessir sjúkdómar greinast fer svokölluð smitrakning af stað og eru þá ýmsir þættir kannaðir, meðal annars hvar viðkomandi hefur verið og í tengslum við hverja,“ segir Þórólfur.

„Ef vitað er að einhver sem er með mislinga hefur verið í flugi þá er yfirleitt vitað hvar hann hefur setið og hverjir sátu næst honum. Þá er haft samband við þá farþega sem sátu nálægt viðkomandi í flugvélinni. Það er gert bæði til þess að heyra hvernig það fólk hefur það, hvort það hefur verið bólusett og vara það við ef það fær sjúkdómseinkenni.“

Farþegalistar og sætisnúmer

Þórólfur segir að um sé að ræða alþjóðlegt kerfi landa í Evrópu og Bandaríkjunum og í gegnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og alþjóðlega samninga. Tengiliðir í löndunum hafi samband sín á milli ef svona lagað komi upp og séu fljótir að bregðast við, fá farþegalista og sætisnúmer hjá flugfélögum og hafa uppi á viðkomandi. Þórólfur tekur fram að í flugvélum sé þó ekki sérstaklega mikil smithætta.

„Ég held að þetta kerfi virki ágætlega,“ segir Þórólfur. „Það kemur fyrir að við þurfum að taka upp símann og segja fólki hver staðan sé og fá upplýsingar um bólusetningar og hvort líkur séu á smitun. Stundum verður fólki hverft við, en það er betra að fá smá kipp heldur en að veikjast og vita ekki af neinu. Ef upp koma tilvik hérlendis erum við sömuleiðis með lista yfir tengiliði í öðrum löndum.“ 

Vaxandi áhyggjur af útbreiðslu

Vaxandi áhyggjur eru af útbreiðslu mislinga og að sögn Þórólfs hafa á síðustu tólf mánuðum um 15 þúsund einstaklingar greinst með mislinga í Evrópu, flestir á Ítalíu og í Rúmeníu. Um 30 einstaklingar hafa dáið í Evrópu úr mislingum á þessu ári.

Hérlendis hófst bólusetning gegn mislingum um 1976 og er bólusett við 18 mánaða og 12 ára aldur. Þátttaka hérlendis er yfir 90% og hefur Embætti landlæknis ítrekað hvatt til enn meiri þátttöku því mislingar séu mjög smitandi og geti verið hættulegir.

Innlent »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðlægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blautum vegum víða um land og einnig má búast við skafrenningi, einkum norðan- og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Jöklar - Hús fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskar aðstæður
Landshús býður upp á sterkan, hagkvæman og vel hannaðan húsakost fyrir þá sem vi...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...