Hrygningarstofn á niðurleið

Makrílafli hefur verið umfram ráðgjöf ár eftir ár
Makrílafli hefur verið umfram ráðgjöf ár eftir ár mbl.is/Árni Sæberg

„Það segir sig sjálft að veiði umfram ráðgjöf ár eftir ár er ekki góð fyrir makrílstofninn,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri uppsjávarlífríkis á Hafrannsóknastofnun.

Útlit er fyrir að heildarveiði næsta árs geti orðið um eða yfir 900 þúsund tonn, en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, er upp á 551 þúsund tonn.

Verulegur samdráttur er í ráðgjöfinni frá síðasta ári og segir Þorsteinn að hrygningarstofninn sé á niðurleið og árgangurinn frá 2015 sé slakur. Vissulega sé mikil óvissa í matinu, en ljóst sé að veiðiálagið sé alltof hátt og fiskveiðidánartala sé helmingi hærri heldur en ráðlagt er. Samkvæmt mati ICES mun hrygningarstofninn áfram minnka árin 2018 og 2019 verði veitt umfram ráðlagðan afla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert