Sinnum með réttarstöðu sakbornings

Hjúkrunarfyrirtækið Sinnum er með réttarstöðu sakbornings í máli Ellu Dísar ...
Hjúkrunarfyrirtækið Sinnum er með réttarstöðu sakbornings í máli Ellu Dísar Laurens, átta ára stúlku sem lést árið 2014. Málið er komið til embætti Héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hjúkrunarfyrirtækið Sinnum er með réttarstöðu sakbornings í máli Ellu Dísar Laurens, átta ára stúlku sem lést árið 2014. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahérasaksóknari við mbl.is, en málið barst embætti Héraðssaksóknara í gær að lokinni rannsókn lögreglu.

Áður hefur verið greint frá því að starfsmaður Sinnum hefði réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á málinu.

Ella Dís var átta ára göm­ul þegar hún lést eft­ir að hafa orðið fyr­ir heilaskaða í um­sjón fyr­ir­tæk­is­ins. Það var Reykja­vík­ur­borg sem keypti þjón­ust­una af Sinn­um, en borg­in hef­ur ekki skipt fyr­ir­tækið síðastliðin tvö ár.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Sinnum í síðustu viku til að greiða Rögnu Er­lends­dótt­ur, móður Ellu Dís­ar, þrjár millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna and­láts dótt­ur henn­ar.

Andlátið rakið til stórfellds gáleysis

Ragna hafði stefnt fyr­ir­tæk­inu og Reykja­vík­ur­borg vegna stór­fellds gá­leys­is sem hafi valdið dauða Ellu Dísar. Var það mat Héraðsdóms að and­lát Ellu Dís­ar yrði rakið til stór­fellds gá­leys­is stjórn­enda Sinn­um ehf., sem hefðu sett ófag­lærðan starfs­mann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við, en Ella Dís var með sjald­gæf­an tauga­sjúk­dóm og var háð önd­un­ar­vél. 

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar gerði samn­ing við Sinn­um vegna skóla­göngu Ellu Dís­ar, en fyr­ir­tækið gef­ur sig út fyr­ir að bjóða upp á fjölþætta vel­ferðarþjón­ustu til ein­stak­linga. Á grund­velli samn­ings­ins sinnti fyr­ir­tækið sér­tæk­um stuðningi við Ellu Dís í skól­an­um, en henni fylgdi m.a. þroskaþjálfi sem aðstoðaði hana í þar. Ella Dís var með sér­stak­an vinnu­stól í skól­an­um og út­bú­in var aðstaða inni af skóla­stof­unni fyr­ir hana og henn­ar tæki, auk sjúkra­rúms ef hún yrði of þreytt og þyrfti að hvíla sig. Hún var tengd við önd­un­ar­vél gegn­um barka­túbu í hálsi og mett­un­ar­mæli sem sýndi súr­efn­is­mett­un í blóði og hjart­slátt.

Þroskaþjálf­ar­inn sem að staðaldri fylgdi Ellu Dís í skól­ann for­fallaðist einn dag­inn vegna veik­inda og var ófag­lærður starfsmaður Sinn­um ehf. feng­inn til að fylgja henni í skól­ann. Sá þekkti Ellu Dís og hafði sinnt henni í af­leys­ing­um, en aldrei án aðstoðar.

Hafði ekki fengið næga fræðslu um umönnun barna í öndunarvél

Þegar starfsmaður­inn flutti Ellu Dís úr hjóla­stól henn­ar í vinnu­stól­inn í skól­an­um féll súr­efn­is­mett­un og hjart­slátt­ur hækkað. Starfsmaður­inn reyndi þá án ár­ang­urs að nota sog- og hósta­vél, auk þess að hringja í Neyðarlín­una eft­ir aðstoð. Sjúkra­flutn­inga­menn komu á staðinn sex mín­út­um síðar og var Ella Dís þá kom­in í önd­un­ar- og hjarta­stopp.

End­ur­lífg­un­ar­til­raun­in bar ár­ang­ur og var Ella Dís flutt á bráðamót­töku barna og þaðan á gjör­gæslu­deild. Ragna sagði Ellu Dís hafa orðið fyr­ir mikl­um heilaskaða við at­vikið og hafi hún aldrei hafa sýnt eðli­leg viðbrögð eft­ir það og þar til  hún lést  5. júní árið 2014. 

Í dómi Héraðsdóms segir að samkvæmt tilkynningu Sinnum til Landlæknis þá hafi starfsmaðurinn verið sérþjálfaður, en dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til að starfsmaðurinn hefði fengið nægilega fræðslu um umönnun barna í öndunarvél.

Segir RÚV rannsókn lögreglu og saksóknara m.a. beinast að því hvort Sinnum hafi ekki greint rétt frá í tilkynningunni til Landlæknis.

mbl.is

Innlent »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...