Sprautuðu piparúða á ökumann

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í heimahús í vesturbæ Reykjavíkur snemma í morgun. Þar hafði heimilisfólk orðið vart við óboðinn karlmann í húsinu en í ljós kom að um var að ræða erlendan ferðamann sem hafði farið húsvillt.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu en þetta kemur fram í dagbók lögreglu um atburði næturinnar.

Um klukkan hálf sjö í morgun var tilkynnt um par sem var sofandi í bifreð á Hverfisgötu. Þegar lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra vakti ökumann reyndi hann að aka bifreiðinni á brott, ók á tvo lögreglubíla og áttu lögreglumenn á vettvangi fótum fjör að launa að ekki var ekið á þá. 

Lögreglumenn  brutu þá báðar hliðarrúður bifreiðarinnar að framan og sprautuðu piparúða inn í bifreiðina. Ökumaður og farþegi voru yfirbuguð og voru þau vistuð í fangageymslu og verða yfirheyrð síðar í dag vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert