Vel hefur gengið að selja Bleiku slaufuna

Bleika slaufan
Bleika slaufan

Vel hefur gengið að selja Bleiku slaufuna í ár og eru birgðirnar hjá Krabbameinsfélaginu löngu uppurnar og slaufan uppseld á mörgum sölustöðum.

„Það er allt farið frá okkur, 40.000 slaufur sem er sama magn og síðustu ár. Það eru fleiri sölustaðir sem hafa beðið um meira magn en í fyrra, en við vitum ekki hvað er búið að seljast þarna úti,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins.

Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert