Spáir meiri afgangi hjá ríkissjóði

Hlutfall skatta af tekjum einstaklinga hefur aukist hjá öllum tekjutíundum …
Hlutfall skatta af tekjum einstaklinga hefur aukist hjá öllum tekjutíundum frá árinu 2007. Hækkunin er mest hjá þeim tekjuhæstu. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir útlit fyrir „mun meiri“ afgang af ríkissjóði í ár en áætlað var í fjárlögum 2017. Efnahagslífið sé í blóma.

Afgangurinn í ár var áætlaður 24,7 milljarðar króna og segir Haraldur það munu skýrast á næstunni hver niðurstaðan verður. Fjallað er um skatttekjur ríkissjóðs í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að spáð er tuga milljarða vexti í skatttekjum milli ára. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2018 verða heildartekjurnar um 833,5 milljarðar. Haraldur bendir á að arður af fjármálafyrirtækjum kunni að vera þar mjög vanmetinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert