Eldsvoði á Vattarnesi

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út á þriðja tímanum í dag vegna elds í íbúðarhúsi á Vattarnesi, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.

Að sögn Guðmundar Sigfússonar, slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð, var það vegfarandi sem átti leið framhjá sem sá eldtungur koma upp úr skorstein hússins og reykjarstrók. Íbúarnir voru ekki heima þegar þetta var.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er nú verið að kanna hvort glóð leynist milli þilja. Ekki er um miklar skemmdir að ræða vegna eldsins og væntanlega ekki heldur vegna reyks. Ekki er vitað um eldsupptök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert