Hótaði og hrækti og reyndi að komast burt

mbl.is/Eggert

Karlmaður var tekinn höndum við Otrateig í Reykjavík um klukkan 17:00 í gær grunaður um þjófnað á reiðhjólum. Komið var að manninum þar sem hann var að klippa lás á hjóli en hann var þá að talið er í ransferð tvö þar sem annað hjól var horfið.

Maðurinn hótaði og hræki á þann sem kom að honum og hafði tilkynnt málið til lögreglu og reyndi að komast burt en var haldið af föstum þar til lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ennfremur afskipti meðal annars af karlmanni á Kjalarnesi um klukkan 22:00 í gærkvöldi vegna gruns um líkamsárás. Sá sem fyrir árásinni varð var farinn af vettvangi en áverkar voru sagðir minniháttar.

Þá hafði lögreglan afskipti af fjölmörgum einstaklingum vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslum vegna gruns um eignaspjöll á Eyjaslóð og annar í Breiðholti þar sem hann hafði verið til vandræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert