4-5 milljarða undir meðaltalinu

Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS, á fundinum í dag.
Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS, á fundinum í dag. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Þetta kom fram í erindi Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, á Húsnæðisþingi sjóðsins í dag. Sagðist hann ekki vilja fullyrða hvort það vantaði fjárhæðir í þennan málaflokk, en að það væri allavega athugavert að vera undir meðaltali þegar það væru fordæmalausir tíma á húsnæðismarkaði og vöntun upp á 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum.

Húsnæðisstuðningur hins opinbera ekki að skila tilsettum árangri

Í samtali við mbl.is segir Hermann að það sé nauðsynlegt að koma fram með stefnu í þessum málaflokki.. „Húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur ekki verið að skila þeim árangri sem við viljum og því er mikilvægt að við stöndum saman núna,“ segir hann. Þannig þurfi að setja slíka stefnu og forgangsraða stuðningi til þeirra sem þurfi á honum að halda, hvort sem það sé á leigu- eða eignamarkaði.

Þá segir hann að setja þurfi aukinn kraft í uppbyggingu og að auka framboð. „Það hefur heldur betur verið gert af núverandi stjórnvöldum,“ segir hann og vísar til húsnæðissamkomulagsins um að Íbúðalánasjóður fjármagni allt að 3.200 leiguíbúðir á viðráðanlegu verði á næstu 4-5 árum , en þegar er búið að veita stofnframlag í 900 þeirra.

Þrátt fyrir talsverða uppbyggingu undanfarið telur Íbúðalánasjóður að enn vanti ...
Þrátt fyrir talsverða uppbyggingu undanfarið telur Íbúðalánasjóður að enn vanti um 5 þúsund íbúðir til að ná nýullpunkti og að 3 þúsund íbúðir til viðbótar við þá tölu þurfi að bætast við á næstu þremur árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

4-5 milljarða undir meðaltali síðustu 15 ára

Árið 1995 voru um 10 þúsund íbúðir í félagslega kerfinu, en það nam um 10% af húsnæðisstofninum þá. Í dag eru um 137 þúsund íbúðir á landinu og ef hlutfallið væri það sama í ár og fyrir 22 árum væri fjöldinn um 14 þúsund. Aftur á móti eru leiguíbúðir í félagslega kerfinu aðeins um 4-5 þúsund í dag. Hermann segir að þetta megi rekja til þess að verkamannakerfið hafi verið selt árið 1998.

Hann segir ljóst að 5 þúsund íbúðir á þessum markaði sé of lítið, en líka að 20 þúsund sé of mikið. „Þetta liggur þarna einhvers staðar á milli,“ segir hann, en Íbúðalánasjóður vinnur nú að greiningu sem á að vera klár á næsta ári þar sem metið verður hversu mikinn fjölda þarf til viðbótar.

Betra jafnvægi 2020-2022

Í dag áætlar sjóðurinn að það vanti 5 þúsund íbúðir til að komast á núllpunkt framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði, en að til viðbótar þurfi að bætast um 3 þúsund íbúðir á næstu þremur árum vegna fólksfjölgunar. Samtals gerir þetta því um 8 þúsund íbúðir á þremur árum.

Meðal fundargesta var fjöldi stjórnmálamanna, en þeir tóku bæði þátt ...
Meðal fundargesta var fjöldi stjórnmálamanna, en þeir tóku bæði þátt í pallborðsumræðum og voru að hlusta á erindin. Hanna Andrésdóttir

Spurður hvort hann telji að sá núllpunktur náist á þessum þremur árum segir Hermann að hann vonist til þess að núverandi aðgerðir verði til þess að það styttist í jafnvægið. Hann er þó ekki tilbúinn að segja að það sé strax á þremur árum. „Árin 2020 til 2022 verðum við með betra jafnvægi,“ segir hann þó.

Í erindi sínu velti Hermann upp fjölda spurninga um húsnæðismarkaðinn, meðal annars hvort að farið hefði verið of langt varðandi í reglum sem hækkuðu byggingarkostnað. „Við búum allflest í góðu húsnæði, en höfum við gengið of langt?“ spurði hann og vísaði til breytinga á byggingarreglugerð árið 2012. Sagði hann byggingarkostnað hafa hækkað mikið vegna þessa.

mbl.is

Innlent »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrulega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

UNICEF verðlaunar skóla í tilefni dagsins

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

„Betra að vanda sig í upphafi“

10:56 „Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Baldur bilaður og ferðir falla niður

10:43 Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður. Meira »

Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

11:18 Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Meira »

300 manns gáfu íslenskum börnum föt

10:48 Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það. Meira »

„Ætluðum að vera komin lengra“

10:35 „Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...