Þingmaður lýsir áreitni: „Gefðu frænda koss“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Golli

„Ég er ekki ein. Við höfum held ég flestar konur margar svona sögur að segja,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í facebookfærslu. Í færslunni lýsir hún nokkrum atvikum þar sem hún hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni en fjölmargar konur um heim allan hafa stigið fram um helgina og sagt frá reynslu sinni.

Þórhildur Sunna segir að um áramót, þá fjórtán ára gömul, hafi gestir verið í heimsókn. Kunningi foreldra sinna hafi þrábeðið hana að setjast „í fangið á frænda“. Hún tekur fram að maðurinn sé ekki frændi hennar. Hún vildi ekki sitja hjá honum. „Hann sagði „gefðu frænda knús“ og faðmaði mig. Hann sagði „gefðu frænda koss“ og kyssti mig.“

Ósæmileg hegðun sundkennara

Hún greinir líka frá því að fimmtán ára gömul, í skólasundi, hafi sundkennarinn hennar gert lítið úr því að hún gæti ekki synt vegna krampa í fótleggnum. „Hann sagði að ég þyrfti hvort eð er ekki að synda, gæti bara flotið með þessi brjóst framan á mér.“ Hún segir að þetta hafi engin eftirmál haft þótt maðurinn hefði „margoft hagað sér ósæmilega“ við fleiri nemendur.

Þórhildur greinir frá áreitni sem hún varð fyrir í bekkjarferð í Danmörku, þar sem hún var meðal annars slegin fast á rassinn í regnblautum buxum. „Ég táraðist af sársauka,“ segir hún. Þrír drengir hafi áreitt nokkrar bekkjarsystur ítrekað. „Gripu í okkur, klipu okkur, slógu og þvinguðu á okkur kossa.“ Hún segir að þegar þær hafi greint kennurum sínum frá þessu hafi þeim verið meinað að fara á veitingasvæðið á hótelinu þar sem „við gætum „komið okkur aftur í vandræði““.

Hún segir að í ótal skipti hafi hún verið klipin í rassinn eða flengd fyrir tvítugt, nánast í hvert einasta skipti sem hún fór út að skemmta sér. Eftir tvítugt hafi hún ítrekað orðið fyrir kynferðislegu áreiti í Hollandi, þar sem hún lagði stund á nám.

Segir kærastanum hafa staðið á sama

Tuttugu og tveggja ára gömul hafi hún mætt í klæðlitlum búningi í búningapartí „og fannst kunningja mínum það gefa honum tilefni til þess að flengja mig fast og segja nokkur vel valin orð um að ég væri að biðja um þetta í þessum fötum. Ég lét mér nægja að kalla hann fífl, ég vildi ekki skemma partíið með einhverju veseni enda löngu orðin vön að það þýddi ekkert“, skrifar þingmaðurinn og tekur fram að kærasta sínum þáverandi hafi einnig staðið á sama. Ekki væri við öðru að búast í þeim fötum sem hún hefði valið sér.

Áreitt þegar leitað var að Birnu

Loks lýsir Þórhildur því að þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst, fyrr á árinu, hafi hún upplifað vonda strauma frá manni niðri í miðbæ. „Mér leið illa nálægt honum og fannst hann gefa frá sér óþægilega strauma. Ég sagði honum að mér liði illa yfir hvarfi Birnu. Ég væri óörugg og bað hann að fara heim á undan mér. Það væri ekkert persónulegt en myndi láta mér líða betur.“

Hún segir að maðurinn hafi ekki gefið sig og beðið hana að „koma í sleik“. Hún hafi tekið leigubíl heim þótt hún byggi mjög nálægt til þess að maðurinn kæmist ekki að því hvar hún ætti heima. „Viðbrögðin voru blendin þegar ég sagði frá. Sumum fannst þetta lítið mál en öðrum fannst þetta ólíðandi.“

Þórhildur Sunna segir að atvikin sem hún hefur talið upp séu bara lítið brot af þeim óteljandi skiptum þar sem menn hafi freklega gengið á líkama hennar; „klipið í hann og slegið, gripið í brjóst, rass og jafnvel píku án míns samþykkis, án þess jafnvel að þekkja mig nokkurn skapaðan hlut. Þessi veruleiki og viðmótið sem blasti við mér þegar ég sagði frá varð valdur að reiði og vanlíðan lengi vel í lífi mínu,“ skrifar hún.

„Talið um samþykki og mörk“

Hún segist telja að flestar konur hafi svona sögur að segja og tekur fram að margar hafi miklu verri sögur að segja en hún. Karlmenn hafi líka sögur í þessum dúr að segja.

Hún beinir orðum sínum til karla og biður þá að hlusta vandlega þegar konur krefjast þess að kynferðisbrot séu tekin alvarlega. „Mig langar að biðja ykkur um að tala við vini ykkar, pabba ykkar og bræður, frændur ykkar og syni og alla aðra sem vilja tala við ykkur um samþykki. Um mörk. Um mannhelgi allra. Hugurinn og hugrekkið hefur borið okkur hálfa leið en herslumuninn vantar.

Takið frumkvæði. Hlustið. Talið um tilfinningar. Talið um samþykki og mörk. Hafnið áreiti og ofbeldi. Sannleikurinn gerir okkur frjáls. Líka gerendur. Leiðréttum það sem aflaga hefur farið í samskiptum okkar. Gerum þetta saman.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Þingsetningin má bíða í nokkra daga

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að senn komi að því að taka þurfi ákvörðun um að kalla Alþingi saman, en sá tími sé samt sem áður ekki runninn upp. Meira »

Bjóða upp Kjarval og fágæta forngripi

05:30 Nokkrir íslenskir forngripir og málverk verða seld á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn á næstunni.  Meira »

Þurfti að þíða bremsur póstbílsins

05:30 Heitt vatn á brúsum þurfti til að þíða frosnar loftbremsur póstflutningabíls sem festist í Hæðarsteinsbrekku, efstu brekkunni sunnan á Holtavörðuheiði, í fyrrakvöld. Meira »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...