Þriðjungi færri umsóknir um vernd

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umsækjendur um alþjóðlega vernd í september voru 104 og voru flestir þeirra ríkisborgarar Georgíu og Albaníu.

Þetta eru þriðjungi færri umsóknir en í ágúst (154) og 40% færri en í september á síðasta ári (176). Heildarfjöldi umsókna á fyrstu níu mánuðum ársins var 883, tæpum 60% fleiri en á sama tímabili árið 2016 (561). Umsóknir það sem af er októbermánuði eru 35.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun.

Umsækjendur í september voru af 27 þjóðernum og komu flestir frá Georgíu (39) og Albaníu (21). 63% umsækjenda komu frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki. 81% umsækjenda voru karlkyns og 19% kvenkyns. 87% umsækjenda voru fullorðnir og 13% yngri en 18 ára. Einn umsækjandi kvaðst vera fylgdarlaust ungmenni.

Niðurstaða fékkst í 130 mál í september. 49 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar og þar af voru 27 mál afgreidd með ákvörðun í forgangsmeðferð fyrir tilhæfulausar umsóknir. 26 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þrjú mál voru afgreidd með synjun á grundvelli þess að umsækjendurnir höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki og 52 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

43 þeirra 49 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og sex með ákvörðun um veitingu verndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Flestir þeirra sem var synjað um vernd komu frá Georgíu (15) og Kósóvó (13) en flestir þeirra sem var veitt vernd komu frá Írak (4).

Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna um vernd sem voru afgreiddar með ákvörðun á þriðja ársfjórðungi 2017 var 127 dagar. Að meðaltali tók 103 daga að afgreiða umsókn á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar (55 mál), 190 daga í hefðbundinni efnismeðferð (74 mál) og 41 dag í forgangsmeðferð fyrir tilhæfulausar umsóknir (39 mál).

Um miðjan september var verklagi við afgreiðslu tilhæfulausra umsókna breytt. Breytingarnar voru gerðar á grundvelli reglugerðarbreytingar frá 30. ágúst sem meðal annars heimilaði ákvarðanatöku án samhliða rökstuðnings í málum sem sæta forgangsmeðferð. 14 umsóknir voru teknar til forgangsmeðferðar á grundvelli nýja verklagsins í september og var þeim lokið á þremur dögum að jafnaði, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Um 580 einstaklingar nutu þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um síðastliðin mánaðamót, þar af voru um 260 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu um 320 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.

Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 46 einstaklinga úr landi í september. 38 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar í mánuðinum og þrír með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM).

mbl.is

Innlent »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu á Akureyri.
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu, efri hæð í tvíbýli. L...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...