Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Höfundar bókarinnar fengu nóg af holskeflu plasts sem yfir þær ...
Höfundar bókarinnar fengu nóg af holskeflu plasts sem yfir þær dundi og hófu markvisst að gera spilliefnið útlægt úr lífi sínu.

Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts.

Aðeins eitt er verra en að kaupa vörur úr plasti en það er að henda þeim! Þetta segja Anneliese Bunk, hönnuður, og Nadine Schubert, blaðamaður, sem eru sérfræðingar í plastlausum lífsstíl og hafa gert plast útlægt úr lífi sínu. Þær eru höfundar bókarinnar Betra líf án plasts, sem varð metsölubók í Þýskalandi, og Bókafélagið gaf nýverið út í þýðingu Rósu Guðbjartsdóttur, sem jafnframt staðfærði þegar þess var þörf.

Svo vitnað sé í formála bókarinnar fengu höfundarnir upp í kok af þeirri holskeflu plasts sem látlaust dundi á þeim. Í bókinni eru uppskriftir og hugmyndir að náttúruvænum lífsstíl og útskýrt með einföldum dæmum hvernig hægt er að draga úr notkun plasts og leysa það af hólmi með æskilegri efnum. Skref fyrir skref. Lesandinn ákveður svo hversu hratt hann vill ganga til verks og í hve stórum stíl.

Náttúruvá og sjúkdómavaldur

En grípum niður í hrollvekjuna í fyrsta kafla:

• Plast er náttúruvá. Við hendum meira en átta milljónum tonna af plastúrgangi í sjóinn á hverju ári. Dýrin í sjónum skilja ekki hvaða fyrirbæri þetta er sem við færum þeim, halda að það sé eitthvað ætt – éta það og drepast. Önnur flækjast í plastúrgangi og deyja á kvalafullan hátt.

• Plast gerir mann veikan. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varar við því að eiturefni geti komist í matvæli sé þeim pakkað í plastumbúðir. Rannsóknir sýna að fylgni er milli ýmissa alvarlegra sjúkdóma og efna sem hafa hormónalíka virkni. Sem dæmi um slíka sjúkdóma má nefna ófrjósemi, ofnæmi, hjartasjúkdóma og sykursýki af gerð 2, hormónatengda offitu, ofvirkni og taugasjúkdóma.

Upphafið: Eitt skref í einu

Bandaríska söngkonan Debbie Harry, einn stofnenda nýbylgjuhljómsveitarinnar Blondie, ásamt hönnuðunum ...
Bandaríska söngkonan Debbie Harry, einn stofnenda nýbylgjuhljómsveitarinnar Blondie, ásamt hönnuðunum VIN + OMI á vor- og sumartískusýningu 2018 í London í liðnum mánuði. Þremenningarnar vöktu með nokkuð afgerandi hætti athygli á skaðsemi plastnotkunar í heiminum. AFP


Í öðrum kafla bókarinnar eru m.a. nokkur heilræði til að minnka plastnotkun og notkun annarra skaðlegra efna á fyrirhafnarlausan hátt. Eitt lítið skref er til dæmis að þiggja ekki plastpoka í verslunum heldur nota fjölnota poka úr náttúrulegum efnum. Annað að kaupa frekar vatn og drykki í glerflöskum en plasti. Þriðja að sniðganga mat í plastumbúðum, kaupa ávexti og grænmeti aðeins í lausu og þá helst það sem ræktað er heima í héraði því innfluttar vörur leiða af sér mengandi flutningastarfsemi, birgðahald – og plastnotkun.

Þá er bent á að eftir því sem innihaldslýsing sápu er styttri þeim mun umhverfisvænni sé sápan alla jafna. Ráðlagt er að nota glerílát til að geyma mat eða nasl, enda þoli glerkrukkur vel frystingu séu þær ekki fylltar að loki heldur haft svolítið bil milli loks og innihalds.

Fyrir húð og heimili

Í bókinni er víða komið við og urmull umhverfisvænna ráða fyrir húð, heimili og hvaðeina. Til dæmis mun mörgum efalítið þykja merkilegt og ekki síður gagnlegt að eitt glas af kókosolíu leysir bleyjuklúta, andlitsfarðahreinsi og blautklúta af hólmi. Kókosolían er sögð sótthreinsandi og gera húðinni gott.

Ekkert jafnast svo á við venjulegan matarsóda við salernisþrif. Sódinn nær fullri virkni á 15 - 20 mínútum, en þá má ráðast til atlögu með klósettbursta. Því lengur sem sódanum er leyft að verka þeim mun betur hreinsar hann.

Sé lesendum alvara með að tileinka sér plastlausan lífsstíl vakna óhjákvæmilega margar praktískar spurningar sem m.a. lúta að kostnaði, tíma og fyrirhöfn. Höfundar virðast hafa séð þær fyrir, að minnsta kosti sumar þeirra, því aftarlega í bókinni svara þær spurningum á borð við Er plastlaus lífsstíll ekki dýrari? Verð ég að losa mig við allt sem ég á og er úr plasti? Tekur þetta ekki óskaplega mikinn tíma, allt saman?

Stutta svarið við fyrstu tveimur sem hér eru nefndar er nei. Svarið við þeirri þriðju er: „Þvert á móti. Innkaup eru tímafrek og sá tími sparast að drjúgum hluta. Sumum, sem lesa þessa bók, finnst að það hljóti að fara allt of langur tími í að búa til sjálfur það sem maður keypti áður, en þegar maður hugsar málið betur kemur í ljós að það tekur t.d. aðeins tvær mínútur að búa til bað- og sturtuhreinsiefni og til frádráttar kemur tíminn sem fór í verslunarferð.“

Umhugsunarefni, því verður ekki neitað.

Gervi út í gegn

Hvalur flæktur í plastúrgang við Þorskhöfða (Cape Cod) úti fyrir ...
Hvalur flæktur í plastúrgang við Þorskhöfða (Cape Cod) úti fyrir ströndum Massachusetts í Bandaríkjunum. Myndin er frá 2001, en ástandið er síst betra í höfunum núna. AFP


Fataframleiðendur heims nota gerviefni í gríðarlegum mæli, aðallega pólýester, pólýakrýl, pólýamíð (nælon) og elastín (spandex, Lycra). Efnin eru einkum notuð í fjöldaframleiddum prjónavarningi, vetrarjökkum, frökkum og rúmfatnaði að því fram kemur í bókinni Betra líf án plasts, en þar segir:

„Pólýestertrefjarnar eru oft framleiddar úr plastflöskum og eru því með öllu lausar við náttúrulega efni – eru gervi út í gegn og innihalda því í senn meira og minna öll þau eiturefni sem hægt er að nota. Enn bætist í eitursafnið þegar fötin eru lituð því að framleiðendurnir nota sterk efni og mikið af þeim til þess að liturinn haldist lengi og vel.“

Vissir þú að?

 89 milljörðum lítra af vatni er tappað á vatnsflöskur á hverju ári í heiminum. 80% af þessum flöskum enda í sorpbrennslu.

 450 ár líða áður en plastflaska brotnar niður í náttúrunni. Flöskuvatn veldur á bilinu níutíufalt upp í þúsundfalt neikvæðari umhverfisáhrifum en kranavatn.
 húðvörur geta innihaldið allt að 90% af örplasti.
 það er plast í blóði 90% alls fólks.
 3,9 milljarðar er mesti fjöldi örplastagna em mælst hefur í hverjum rúmmetra vatns í ánni Rín.
 á hverju ári drepast 1.000.000 sjófuglar af völdum gerviefna.

Innlent »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Nýjar reglur um drónaflug

15:09 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Meira »

Isavia mun aðstoða Icelandair

14:50 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

14:48 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“

14:21 Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson. Meira »

Skora á ráðherra að bregðast við

14:13 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

14:16 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

13:52 Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu

13:46 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp. Meira »

Krefjast áframhaldandi varðhalds

13:26 Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag. Meira »

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

13:15 Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn og máttu þeir ekki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki í 3 ár. Meira »

Innkalla ís frá Valdísi

13:08 Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit. Meira »

WOW air fjölgar ekki flugferðum

12:23 Flugáætlanir WOW air munu haldast óbreyttar fram að mögulegu verkfalli flugvirkja hjá Icelandair á sunnudaginn.  Meira »

Skarphéðinn skipaður ferðamálastjóri

12:09 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðin Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar nk. Meira »

Ráðherra samþykkti tillögu Geðhjálpar

12:57 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu Geðhjálpar um að setja á laggirnar starfshóp til að meta kosti þess að færa svokallaðar fyrirframgefnar tilskipanir (Advance Directives) fólks með geðrænan vanda inn í íslenska löggjöf. Meira »

Grænir skátar bætast í hópinn

12:16 Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hvar eru skattalækkanir?

12:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvar skattar verði lækkaðir í fjárlagafrumvarpinu. Hann óskaði jafnframt eftir að fá að vita hvar áherslur Sjálfstæðisflokks væru að finna í fjárlagafrumvarpinu sem hann sagði vera meira litað af áherslum Vinstri grænna sem stýrðu för. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Í jólapakka golfarans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...