„Við finnum fyrir miklum stuðningi“

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar. mbl.is/Golli

„Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í gær lögbannskröfu þrotabús Glitnis á hendur Stundinni og Reykjavík Media vegna umfjöllunar fjölmiðlanna um gögn innan úr bankanum. Að viku liðinni tekur héraðsdómur málið fyrir – sem tekur líka tíma. „Okkur var sagt á þessum fundi með fulltrúa sýslumanns í gær að þetta tæki nokkrar vikur. Ég veit ekki hvort einhver hraðmeðferð er möguleg,“ segir hann.

Krafan kom fram á föstudag

Jón Trausti segir að kröfugerðin hafi verið lögð fram hjá sýslumanni fyrir helgi. Síðan þá hafi Stundin birt mikilvæg gögn um persónulega ábyrgð sem aflétt hafi verið af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, 50 milljóna króna láni sem hann hafi persónulega tekið hjá Glitni vegna kaupa í Olíufélaginu. Skuldin hafi í febrúar 2008 verið færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf., félagi sem síðar hafi verið slitið.

Hann segir að næsta skref hjá Stundinni sé að fara á fund lögmanna fjölmiðilsins. Stundinni hafi ekki í gær gefist tækifæri til að verja hendur sínar eða búa sig undir lögbannið.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Segist finna fyrir stuðningi

Jón Trausti segir aðspurður að frá því málið kom upp í gær hafi margir haft samband og viljað styrkja Stundina, ýmist með framlögum eða með því að gerast áskrifendur. „Við finnum fyrir miklum stuðningi núna, eftir að okkur var bannað að fjalla um þetta,“ segir Jón Trausti. „Fjölmiðlaumhverfið er þannig að það er eiginlega ekki hægt að stunda rannsóknarblaðamennsku án þess að fá til þess stuðning almennings, enda er það besta leiðin,“ segir hann.

Fram kom í lögbannsbeiðni Glitnis að ljóst væri að umfjöllunin byggði á umfangsmiklum gögnum sem varða fjölmarga nafngreinda viðskiptamenn bankans. Jón Trausti bendir á að umfjöllun Stundarinnar hafi alfarið verið bundin við kjörinn fulltrúa og aðila tengdum honum. „Augljóslega eru viðskipti venjulegs fólks ekki eitthvað sem við myndum nokkurn tímann fjalla um. Það eru heldur ekki hefðbundin viðskipti þegar kjörinn fulltrúi hefur aðgengi að upplýsingum um banka og stundar svo stórfelld viðskipti,“ segir hann og bætir við að það segi sig sjálft að fjölmiðlar fjalla um það sem þeim þykir fréttnæmt – annað ekki.

Heimildaleynd eitt af kjarnagildunum

Jón Trausti vill ekki gefa upp hvers eðlis gögnin eru, hvort þau séu unnin eða hrá. „Við tökum þetta hlutverk okkar að fara í gegn um þessi gögn mjög alvarlega. Við tjáum okkur sem allra minnst um eðli þeirra eða uppruna. Heimildaleynd er eitt af kjarnagildum blaðamennsku.“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið til umfjöllunar vegna viðskipta sinna ...
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið til umfjöllunar vegna viðskipta sinna í aðdraganda hrunsins. mbl.is/Hanna

Hann segir að blaðamenn Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, hafi vandað sig mjög við fréttaflutning af málinu. „En við myndum ekkert vilja tjá okkur um það sem er framundan.“

Hann segir þó að næsta frétt hafi verið í vinnslu. „Við eigum eftir að fjalla um fleira sem við teljum að eigi erindi til almennings og tengist kjörnum fulltrúum. Umfjöllun okkar er ekki lokið.“ Hann segir að samfélagsleg sátt hafi verið um umfjallanir sama eðlis eftir hrun, svo sem birtist í rannsóknarskýrslu alþingis. „Það hefur verið samfélagslegt samkomulag um að fara yfir það sem þarna gerðist. Það samkomulag virðist hafa verið afturkallað.“

Spurður hvort  til greina komi að hunsa lögbannið segir Jón Trausti að Stundin fari að þeim samfélagslegu reglum sem settar séu. „Við hlítum því og vonumst til að kerfið og reglurnar breytist og batni til samræmis við það sem við í samfélaginu teljum að sé heilbrigt og eðlilegt.“ Næsta skref sé að kanna lagalega stöðu fjölmiðilsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Tattoo
...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Armbönd
...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...