Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í alþingiskosningum nú í …
Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í alþingiskosningum nú í mánuðinum munu ræða um íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. AFP

Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is.

Það eru Samtök iðnaðarins sem standa fyrir fundinum, en í kynningu hans kemur fram að miklu máli skipti að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til umbóta á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki. „Samkeppnishæft og stöðugt starfsumhverfi, öflugir innviðir, menntun og nýsköpun eru grunnur fyrir framþróun lífskjara hér á landi.“

Fundurinn stendur frá 8:30 til 10:00, en Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, ávarpar fundinn í upphafi og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, ræðir svo um samkeppnishæfni íslensks iðnaðar áður en frambjóðendur flokkanna mæta í pallborðsumræður.

Eftirtaldir frambjóðendur munu taka til máls á fundinum:

Björt framtíð – Björt Ólafsdóttir

Flokkur fólksins – Ólafur Ísleifsson

Framsóknarflokkur – Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Miðflokkurinn – Bergþór Ólason

Píratar – Helgi Hrafn Gunnarsson

Samfylking – Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Sjálfstæðisflokkur – Sigríður Á. Andersen

VG – Katrín Jakobsdóttir

Viðreisn – Hanna Katrín Friðriksson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert