Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sýndu hluti sem teknir hafa verið ...
Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sýndu hluti sem teknir hafa verið af ferðamönnum. Þeir vöktu athygli nemenda.

Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks.

Starfsgreinakynningar fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hafa verið haldnar reglulega frá árinu 2012 og orðið stærri og glæsilegri með hverju árinu. Síðustu ár hefur kynningin verið hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja, haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum en skipulögð af Þekkingarsetri Suðurnesja. Að sögn Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Þekkingarsetursins, er markmið starfsgreinakynningarinnar að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8. og 10. bekk. Mikilvægt sé að stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir alla á svæðinu og því sé það gert með þessum hætti. „Kynningin er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Henni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna ekki síst vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla hefur verið lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu á síðustu árum,“ segir Hanna María

Minnkar líkur á brottfalli

Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir, nemendur í Holtaskóla, kynntu ...
Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir, nemendur í Holtaskóla, kynntu sér störf flugmanns og flugfreyju.


Vel hefur tekist að skipuleggja og halda starfsgreinakynningarnar, ekki síst vegna mikillar velvildar fyrirtækja og einstaklinga á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, að sögn Hönnu Maríu. „Sömu aðilar hafa verið með ár eftir ár og gefið tíma sinn. Án þessa mikla stuðnings atvinnulífsins væri ómögulegt að halda kynningu sem þessa, sem er þýðingarmikið fyrir alla sem að henni koma; nemendur, skóla og fyrirtæki.“

Hún segir öfluga náms- og starfsfræðslu mikilvæga til að auka líkur á því að nemendur velji það framhaldsnám sem þeir hafa mestan áhuga á og henti þeim best. Rétt val dragi úr líkum á brotthvarfi úr námi sem hafi verið of mikið hér á landi á síðustu árum. „Kynningin styrkir einnig tengsl atvinnulífs og skóla sem skiptir miklu máli, sérstaklega þegar kemur að iðn- og starfsnámi sem og námi í tæknigreinum.

Að þau velji leiðina en ekki lífið fyrir þau

Sandgerðispiltarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen voru ánægðir ...
Sandgerðispiltarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen voru ánægðir með starfsgreinakynninguna.


Thelma Björk Jóhannesdóttir, grunnskólakennari í Holtaskóla, tók í svipaðan streng og Hanna María þegar kemur að gagnsemi starfsgreinakynningar sem þessarar. „Þetta bendir okkur á fjölbreytnina og eykur virðingu fyrir öllum störfum. Starfsgreinarnar sem kynntar eru breytast ár frá ári. Mér finnst þetta ekki síður auka virðingu innan hvers starfs en líka út á við, út í samfélagið. Við skiljum betur hvað fólk er að gera.“ Thelma segir mikilvægt að opna huga barnanna fyrr, kynna þeim hvaða möguleika þau hafi. Það auðveldi þeim að sjá hvaða val þau hafi í lífinu, upp að því marki sem þau geti haft áhrif.

„Við ræðum það mikið í Holtaskóla hvaða hæfniskröfur séu fyrir hvert starf og þá hvaða vali þau standi frammi fyrir. Ef þú ert litblindur verðurðu ekki flugmaður. Við gerum okkur grein fyrir styrkleikum okkar og veikleikum og við kennararnir, sem komum að undirbúningi þessarar kynningar fyrir nemendur, leggjum áherslu á að þau geti haft mikil áhrif en um leið að lífið hafi heilmikil áhrif. Ef þau hafi nokkrar aukaleiðir með leiðinni sem þau langar að fara sé líklegra að þau velji leiðina sem gleðji en að lífið velji leiðina fyrir þau,“ segir Thelma Björk.

Skiptir máli að fá að prófa

Einar Ingi Kristjánsson einkaþjálfarai sýndi áhugasömum hvernig beita á líkamanum ...
Einar Ingi Kristjánsson einkaþjálfarai sýndi áhugasömum hvernig beita á líkamanum í réttstöðulyftu.


Það mátti sjá í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ, þar sem kynningin fór fram, að þátttakendur leggja mikinn metnað í að koma kynningu á sinni starfsgrein vel frá sér, ekki síður en börnin að vera tilbúin með spurningar til þeirra. Margir höfðu meðferðis ýmis tól og tæki til að gera kynninguna áhrifameiri og hægt var að prófa og horfa á ýmiskonar kynningarefni. Nemendur gátu brugðið sér á bæjarstjórnarfund með aðstoð tækninnar, látið hífa sig upp í körfubíl, notað kraft sinn til að tendra ljósaperu, kynnt sér hönnun og teikningar í þrívídd, mátað prestshempu og látið handjárna sig, svo fátt sé nefnt.

Einar Ingi Kristjánsson og Telma Ýr Þórarinsdóttir frá Sport4You voru með lóð með sér og sýndu hvernig á að beita líkamanum í réttstöðulyftu, ásamt því að svara spurningum og ræða málin. Þetta var í annað sinn sem þau tóku þátt í starfsgreinakynningunni og í bæði skiptin hafa stúlkur verið mun áhugasamari en strákar. Einar, sem er menntaður einkaþjálfari, segist auk tækninnar kynna hvaða námsleiðir hægt sé að fara í einkaþjálfarann, en meðfram störfum er Einar kennari í Einkaþjálfaraskólanum.

Thelma Björk Jóhannesdóttir, kennari í Holtaskóla, segir starfsgreinakynninguna sýna fjölbreytnina ...
Thelma Björk Jóhannesdóttir, kennari í Holtaskóla, segir starfsgreinakynninguna sýna fjölbreytnina og auka virðingu fyrir öllum störfum, bæði innan þeirra og út á við í samfélaginu.


„Ég útskýri líka fyrir þeim hvernig hægt sé að vera með einn og einn í þjálfun, hóp eða stýra fjarþjálfun. Í raun bara hvernig starfið virkar. Það eru margar leiðir á boðstólum í þjálfun og ég nota þær allar í minni þjálfun.“

Einar og Telma hafa rekið tvær stöðvar undir merkjum Sport 4 You um nokkurra ára skeið. Þau sögðust finna á kynningunni að krakkarnir hefðu mikinn áhuga á að lyfta og vera í íþróttum yfirhöfuð, verða sterkari. „Þau eru því mikið að spá í það hvernig og hvaða æfingar eigi að gera,“ segir Einar.

Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, segir markmið kynningarinnar að ...
Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, segir markmið kynningarinnar að efla starfsfræðslu.


Félagarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen í 8. bekk í Grunnskóla Sandgerðis urðu á vegi blaðamanns á leið sinni um salinn. Brynjar var ánægður með starfsgreinakynninguna, sagði hana bæði skemmtilega og flotta. Ekki spillti að draumastarfið hans var kynnt, en hann langar að verða dýralæknir.

Leiðsögumaðurinn og Tollurinn komu á óvart

Tony Kristni fannst kynningin frábær þar sem hann gat séð alls konar störf og spurt spurninga og yfirhöfuð séð hvað fólk væri að gera. Grafíski hönnuðurinn hafði hins vegar brugðið sér frá þegar Tony Kristinn leit inn en hann ætlaði að fara aftur þangað. Birgi fannst hún „geggjað kúl“, því þarna gæti hann séð svo margt sem hann sæi ekki á hverjum degi. Birgi langar að verða arkitekt og brá sér í kynningu til hans. Hann fékk m.a. að sjá þrívíddarmyndir og teikningar frá arkitektinum, sem hann var ánægður með. Enginn saknaði neins starfs en það var ýmislegt sem kom þeim piltum á óvart, s.s. leiðsögumaðurinn sem Tony Kristinn nefndi og Tollurinn, sérstaklega allt dótið sem starfsfólkið var að sýna sem hafði verið tekið af fólki við tollskoðun og Brynjar og Birgir nefndu.

Eitt af því vinsælasta var að láta starfsmenn HS Veitna ...
Eitt af því vinsælasta var að láta starfsmenn HS Veitna fara með sér upp í körfubíl fyrirtækisins.


Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir úr 8. bekk í Holtaskóla voru gripnar eftir að hafa kynnt sér starf flugmanns og flugfreyju. Þær voru nokkuð ánægðar með starfsgreinakynninguna, en Daria stefnir að því að verða flugfreyja. „Mig langaði t.d. að vita hver launin væru og um erfiðleika í starfi. Ég held að það geti verið erfitt þegar einhver kemur um borð og er erfiður.“

Draumastarf Stefaníu var hins vegar ekki á kynningunni þetta árið og það er fatahönnun. „Ég sakna þess en vona að það verði þegar ég kem aftur í 10. bekk.“

Hægt var að kanna hversu mikinn kraft og orku þarf ...
Hægt var að kanna hversu mikinn kraft og orku þarf til að tendra ljósaperu með því að hjóla af afli.

Innlent »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...