„Léleg í langtímaþjónustu“

Málþing um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og …
Málþing um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. mbl.is/Eggert

„Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um hver stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða að vera. Í því samhengi benti hún á fráflæðisvandi Landspítalans þar sem aldraðir bíða eftir að útskrifast og fá úthlutað hjúkrunarrými slíkt bæri vott um skort á langtímahugsunarhætti. 

Frétt mbl.is: Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Guðlaug benti á mikilvægi forvarnar í þessum málefnum sem lýtur m.a. að næringu, virkni og félagslegu þáttum fyrir aldraða. „Kerfið verður að laga sig að fólki,“ segir Guðlaug og benti á þá stefnu að veita fólki sem mesta þjónustu í heimahúsi og þá þyrfti að vera samræmi í kerfinu. Í því samhengi nefndi hún að niðurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands til sjúkraþjálfunar sem er veitt í heimahúsi væri orðið að vandamáli. „Það er þá er ekki hægt að horfa á þetta á sama tíma sem vandamál,“ segir Guðlaug. Þetta væri skyrt dæmi um vanda í kerfinu sem þyrfti að laga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert