Þögnin rofin um allan heim

#meetoo byltingin og þöggunarbyltingin sem varð hér á landi árið ...
#meetoo byltingin og þöggunarbyltingin sem varð hér á landi árið 2015 eiga ýmislegt sameiginlegt. Ljósmynd/Samsett mynd

„Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar í samtali við mbl.is.

Myllumerkið #metoo hefur tekið yfir samfélagsmiðla síðustu daga þar sem fjölmargar konur segja frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Helga Lind segir vissan samnefnara vera með byltingunni nú og byltingunni sem varð hér á landi árið 2015 þegar konur sögðu frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi undir myllumerkinu #þöggun og #konurtala.

Notk­un þessara myllu­merkj­a hófst inn­an Beauty Tips hóps­ins á Facebook í maí 2015 þar sem meðlim­ir hans mót­mæltu meintri þögg­un um­sjón­ar­manns hóps­ins á umræðu um lög­mann­inn Svein Andra Sveins­son með því að deila reynslu­sög­um sín­um af kyn­ferðisof­beldi.

Mót­mæl­in undu upp á sig og fór svo að hundruð, ef ekki þúsund­ir kvenna á öll­um aldri deildu upp­lif­un­um sín­um og hlutu stuðning kyn­systra sinna á móti. Átakið náði fljótt út fyrir vefveggi Beauty Tips og inn á veggi ein­stak­linga á Face­book þar sem not­end­ur notuðu gul­ar og app­el­sínu­gul­ar mynd­ir til að gefa til kynna að þeir þekktu þolanda kyn­ferðisof­beld­is eða væru þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is.

Einkennistákn #þöggunar.
Einkennistákn #þöggunar.

Frétt mbl.is: Ber­brjósta kven­skör­ung­ar tóku árið í nefið

Hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar

Helga Lind segir að vel sé hægt að tala um hnattvæðingu þöggunarbyltingarinnar í þessu samhengi. „Persónulega hef ég mikið verið í alþjóðavinnu og verið búsett erlendis og ég sé að fólk er að átta sig og er núna fyrst að þora að skila skömminni,“ segir Helga Lind, sem er meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusamtaka stúdenta.

Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar.
Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar.

„Maður upplifir það að fólkið í Hollywood séu fyrst núna að upplifa að það megi standa upp og segja: „Fokkið ykkur“ við ofbeldismenn og að ofbeldismenn komist ekki upp með að þagga niður í manni lengur,“ segir Helga Lind. Að hennar mati eru allar byltingar af þessu tagi nauðsynlegar til að skapa öruggt svæði fyrir þolendur kynferðisofbeldi og kynferðislegrar áreitni til að stíga fram og segja sögu sína. „Allar byltingar eru stórar fyrir þá sem geta fengið að tala í fyrsta sinn.“

Öll tilvik nógu alvarleg

Byltingin sem nú stendur yfir, #metoo, er að vissu leyti víðtækari en byltingin #þöggun þar sem kynferðisleg áreitni fær jafn mikið vægi og kynferðisofbeldi. „Fyrri byltingar hafa snúið að þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en núna er að opnast fyrir fólki að það verður engin stelpa 16 ára án þess að hafa orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni,“ segir Helga Lind.

Að hennar mati má greina ákveðið mynstur í umræðunni um #metoo á Íslandi þar sem sumar konur upplifa sem svo að þær hafi ekki lent í nógu alvarlegu atviki til að eiga rétt á að taka þátt í byltingunni. Það tengist því hvernig umræðan í samfélaginu hefur verið. „Við lærum að kynferðisleg áreitni sé eðlilegur hlutur og er kennt að bæla þetta niður. Svo þegar þessar byltingar koma upp og maður fer að grafa í sjálfum sér og vinna í því sem maður hefur sjálfur lent í koma kannski upp alls konar atvik sem hafa haft veruleg áhrif.“ Helga Lind segir að þessi efi skýrist af því að plássið í umræðunni hafi einfaldlega ekki til staðar. „Við höfum ekki leyft því að hafa áhrif eða koma því í orð af því að ef þú gerir það ertu að gera of mikið úr hlutunum.“ Þannig eigi það alls ekki að vera og allar konur eiga rétt á að taka þátt í byltingunni, kjósi þær svo.

Ekki nóg að tala um ofbeldið

Helga Lind hefur komið að skipulagningu Druslugöngunnar síðastliðin ár og segir hún meginmarkmið göngunnar, það er að losa þolend­ur und­an skömm­inni sem kyn­ferðis­legt ofbeldi skil­ur eft­ir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerend­um, eiga vel við byltinguna sem nú stendur yfir.

Frá fimmtu druslugöngunni sem farin var árið 2015.
Frá fimmtu druslugöngunni sem farin var árið 2015. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Því fleiri konur sem stíga fram, því auðveldara verður það fyrir restina. Þess vegna kemur þetta í bylgjum. Þegar einhver byrjar finna fleiri styrkinn til að gera það líka og þannig smitar þetta út frá sér,“ segir Helga Lind og bætir við að þetta stef sé vel greinanlegt í máli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. „Það er einhver sem byrjar og tugir kvenna hafa sömu sögu að segja.“ Þannig finna konur styrkinn til að segja frá og sjá einnig svart á hvítu að þær standa ekki einar. „Þetta virðist hafa verið vitneskja svo margra en það var enginn sem þorði að standa upp af því að það er ekki búið að búa til plássið fyrir það,“ segir Helga Lind.

#metoo byltingunni má lýsa sem viðbrögðum kvenna þeim fjölda ásak­ana ...
#metoo byltingunni má lýsa sem viðbrögðum kvenna þeim fjölda ásak­ana á hend­ur kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein um kyn­ferðis­brot sem hafa litið dags­ins ljós und­an­farið. AFP

Nú virðist sem plássið sé komið til að vera, en spurning er hvað þurfi að gerast í framhaldinu, bæði hér á landi sem úti í heimi?

„Við erum komin langt með að geta talað um ofbeldið. Nú þurfum við að finna leiðir til að uppræta það,“ segir Helga Lind. Að hennar mati þarf að ráðast í rót vandans. „Við lifum í heimi sem er mjög sýktur af kynbundnu ofbeldi en nú þurfum við að setjast saman við teikniborðið og finna leiðir til að uppræta það. Við erum komin á þann stað að það þýðir ekki bara að tala og tala um það, þetta er staðreynd og við vitum það öll. Við þurfum að fara í almennilegar aðgerðir.“
mbl.is

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburða að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótar hreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökul á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
Einstaklingsíbúð óskast
Námsmaður utan af landi, sem einnig er í vinnu, leitar að lítilli leiguíbúð frá...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Pennar
...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...