Umtalsvert lægra verð fyrir síldina

Í návígi við síldarflotann inni á Grundarfirði.
Í návígi við síldarflotann inni á Grundarfirði. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Markaðir fyrir síldarafurðir hafa verið erfiðir í haust, verð verið umtalsvert lægra en í fyrra og treglega gengið að losna við afurðir. Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood, segir að útlitið sé ekki sérlega gott.

„Menn búast við lækkandi verði og í þeirri stöðu hreyfa kaupendur sig afskaplega hægt, kaupa nákvæmlega það sem þeir þurfa fyrir næstu vikur og taka svo stöðuna aftur að þeim tíma liðnum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að á flestum mörkuðum eru birgðir frá fyrra ári. Það verður að segjast eins og er að stemming fyrir síldarafurðir er dauf í augnablikinu og ég sé ekki að ástandið batni skyndilega,“ segir Friðleifur.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, tekur í sama streng; markaðir séu þungir og verðið lágt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert