Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

Vélin var á leið frá Keflavík til Munchen.
Vélin var á leið frá Keflavík til Munchen. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun.

Samkvæmt vefsíðunni Flightradar var vélinni lent í Glasgow í Skotlandi.

Forsvarsmenn Icelandair hafa staðfest að vélinni hafi verið lent vegna farþega sem þurfti á brýnni læknisaðstoð að halda. Verið er að fylla vélina af eldsneyti áður en hún mun halda leið sinni áfram til München. 

Hér má sjá hvernig vélin lagði lykkju á leið sína til að lenda í Glasgow: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert