Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Sýningin hefur notið töluverðra vinsælda.
Sýningin hefur notið töluverðra vinsælda. Mynd/Auðunn Níelsson

Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Kvenfólk er 323. sviðsetning Leikfélags Akureyrar og hefur fengið frábæra dóma og mikið lof áheyrenda en um er að ræða nýtt íslenskt sviðsverk eftir Hund í óskilum.

Dúettinn Hund í óskilum skipa þeir  Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen, en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis kvennahljómsveitar í sýningunni.

Í Kvenfólk fara þeir Hjörleifur og Eiríkur  á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert