Tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki sem fyrst

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir kröfu bæjarbúa ...
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir kröfu bæjarbúa um að ljúka þurfi tvöföldun Reykjanesbrautar sem fyrst. Hönnun verksins sé klár en fjármagn vanti í verkefnið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Á fundinum var rætt um umferðarþunga og slysahættu á Reykjanesbraut sem liggur í gegnum bæjarfélagið.

Að sögn Haraldar L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, liggur hönnun á tvöföldun vegarkaflans fyrir. „Það er hægt að bjóða þetta út á morgun, þess vegna. En það vantar peninginn,“ segir Haraldur í samtali við mbl.is.

Meðal fyrirlesara á fundinum var Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur sem hefur unnið ástandsgreiningu á umferð þar sem Hafnarfjörður kom upp sem svæði með miklum töfum og röðum.

Lilja fjallaði um ákjósanlegar lausnir í samgöngumálum í bænum og er ein þeirra að ljósastýring sé betri kostur en hringtorg þegar umferð er jafnþung og um Reykjanesbrautina í Hafnarfirði. „Þetta eru að vísu bara bráðabirgðalausnir og þó að maður sé ekki hrifinn af því að tala um bráðabirgðalausnir þá er ástandið bara orðið þannig að við verðum að gera það,“ segir Haraldur.

Slysatíðni á Reykjanesbraut sem liggur í gegnum bæinn og gatnamótum þar í kring er há og umferð hefur þyngst gríðarlega með auknum ferðamannastraumi. Þetta kom fram í máli Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra á fundinum, sem segir gatnamót við Krýsuvíkurveg vera í forgangi í samgöngumálum.

Há slysatíðni á hringtorgum

Haraldur tekur undir að finna þurfi lausnir til að fækka slysum á veginum sem liggur í gegnum bæinn. „Við erum með tvö slysamestu hringtorg á höfuðborgarsvæðinu auk vegarkaflans frá Kaldárselsvegi að mislægu gatnamótunum þar sem nú standa yfir framkvæmdir þar sem er bara einn vegur með akreinar í sitt hvora átt. Þarna erum við með um 28 slys á hvern kílómetra á ári. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í sundur og stór hluti af umferðinni eru bæjarbúar í Hafnarfirði.“

Vegagerðin vinnur nú að því að finna úrbætur á þessu svæði í samráði við starfsmenn á vegum bæjarins. „Við treystum því að það sem sú vinna skili okkur séu bestu lausnirnar,“ segir Haraldur.

Langtímalausnir í bland við bráðabirgðalausnir

Haraldur tekur undir kröfurnar sem settar eru fram í ályktuninni sem var lögð fram á fundinum og segir hann að einnig sé mikilvægt að huga að framkvæmdum fram í tímann. „Við gerum kröfur til þess núna að tryggt verði að á næstu árum verði framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar í Hafnarfirði lokið. Við leggjum mikla áherslu á að þetta verði gert þannig að það komi lausnir á þessi gatnamót, annars vegar við Kaplakrika og hins vegar við hringtorgið við Setbergshverfið.“

Að því loknu segir Haraldur að vinnan haldi áfram við að hanna það sem á eftir að gera svo hægt verði að halda áfram með framkvæmdir árið 2019 og 2020.  

Fjölmenni var á íbúafundi um umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina ...
Fjölmenni var á íbúafundi um umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina sem fram fór í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Deiliskipulag Landssímareits samþykkt

14:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á deiliskipulagi Landssímareitsins svokallaða við Austurvöll. Þar með er heimild til að reisa 160 herbergja hótel á reitnum fest frekar í sessi. Meira »

Þrír slösuðust á Holtavörðuheiði

14:51 Þrír slösuðust í árekstrinum sem varð á Holtavörðuheiði fyrr í dag og verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eða á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira »

Starfshópur um seinkun klukku

14:47 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Meira »

Vegum lokað um allt land

14:35 Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

14:06 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

13:39 Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eittleytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni á mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. „Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

Skóla og sundlaug lokað vegna veðurs

12:58 Skólahald hefur verið fellt niður í dag í Varmahlíðarskóla, skólunum á Sauðárkróki og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og þá verður sundlauginni í Varmahlíð lokað kl. 14. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

Búið að opna yfir Skeiðarársand

12:08 Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn. Hætta er þó á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag og eins eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag Meira »

Telur Geir í raun ekki hafa tapað

12:04 „Dapurlegt þykir mér vera hlutskipti Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og hann setja mjög niður með þessum úrskurði sínum um að pólitísk réttarhöld hafi verið í góðu lagi. Nánast hlægilegt er að lesa það í dómsorðinu að atkvæðareiðslan á Alþingi um að stefna Geir fyrir landsdóm hafi ekki verið pólitísk!“ Meira »

„Dómgreindin er til umhugsunar“

11:59 Ragnar Önundarson hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, opið bréf á Facebook þar sem hann ræðir m.a. áfram um prófílmynd hennar í samhengi við ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hann að myndin hafi ekki verið aðalatriðið heldur sé dómgreindin til umhugsunar. Meira »

Veittust að barni í bíl

11:22 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gær vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir hans ók er árásin átti sér stað. Meira »

Þórhildur kjörin þingflokksformaður

11:06 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata, en kosið var í stjórn þingflokksins á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks. Meira »

Farþegarnir héldu á hótel

10:43 Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar. Meira »

Spá í að „hengja upp skíthælana“

11:07 Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem oft er brotið á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Meira »

Opnað fyrir umferð undir Eyjafjöllum

10:44 Búið er að opna vegi fyrir umferð undir Eyjafjöllum og eins frá Freysnesi að Höfn, en enn er lokað á Skeiðarársandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óvíst er hvort unnt verður að opna um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en um miðjan dag. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

10:18 Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...